Ekki bótaskylt vegna tugmilljóna fjárdráttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2019 09:15 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27