Þöggun Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. september 2019 10:22 Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins. En höfundarnir gera meira en þetta. Í bókinni er að finna skrár yfir allt efni, sem þeir telja að hafi birst á prenti, hvort sem er í bókum, tímaritum eða jafnvel dagblöðum um þetta. Einnig er nefnd alls konar umfjöllun sem birst hefur á internetinu. Bókin er á titilblaði sögð vera ritrýnd. Á æviferli mínum hef ég gengt dósentstöðu við lagadeild Háskóla Íslands og síðar stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, verið athafnasamur málflytjandi um áratuga skeið og átt sæti í Hæstarétti í átta ár 2004 til 2012. Ég hef líklega skrifað meira en flestir aðrir lögfræðingar um hrunið og lögfræðileg álitaefni sem komið hafa upp í samfélaginu í kjölfar þess. Meðal annars er efni sem að þessu lýtur að finna í fjórum bókum mínum, Veikburða Hæstiréttur (2013), Í krafti sannfæringar (2014), Með lognið í fangið (2017) og When Justice failed (2018). Þá hef ég skrifað um þetta fjölmargar greinar í lögfræðitímarit, önnur tímarit og dagblöð. Það efni hefur oftast einnig verið birt á internetinu. Þessi athafnasemi hefur ekki farið framhjá mörgum, nema þá kannski helst háskólakennurum í lögfræði, því á skrif mín er ekki minnst í bók lagakennaranna þriggja.Þegar ég spurði fræðimennina sem skrifuðu Hrunrétt, hvers vegna verka minna væri ekki getið í bók þeirra, fékk ég það svar að þau hefðu ekki komið til umræðu við samningu hennar! Ég hef sjálfur haldið því fram að íslenska lögfræðingasamfélagið reyndi að þagga niður gagnrýni mína á óforsvaranleg vinnubrögð dómstóla eftir hrunið. Hér sýnist mér vera á ferðinni gott dæmi um þessa þöggun. Hún er höfundunum varla til mikils sóma, en gæti kannski orðið þeim til framdráttar. Hver veit?Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins. En höfundarnir gera meira en þetta. Í bókinni er að finna skrár yfir allt efni, sem þeir telja að hafi birst á prenti, hvort sem er í bókum, tímaritum eða jafnvel dagblöðum um þetta. Einnig er nefnd alls konar umfjöllun sem birst hefur á internetinu. Bókin er á titilblaði sögð vera ritrýnd. Á æviferli mínum hef ég gengt dósentstöðu við lagadeild Háskóla Íslands og síðar stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík, verið athafnasamur málflytjandi um áratuga skeið og átt sæti í Hæstarétti í átta ár 2004 til 2012. Ég hef líklega skrifað meira en flestir aðrir lögfræðingar um hrunið og lögfræðileg álitaefni sem komið hafa upp í samfélaginu í kjölfar þess. Meðal annars er efni sem að þessu lýtur að finna í fjórum bókum mínum, Veikburða Hæstiréttur (2013), Í krafti sannfæringar (2014), Með lognið í fangið (2017) og When Justice failed (2018). Þá hef ég skrifað um þetta fjölmargar greinar í lögfræðitímarit, önnur tímarit og dagblöð. Það efni hefur oftast einnig verið birt á internetinu. Þessi athafnasemi hefur ekki farið framhjá mörgum, nema þá kannski helst háskólakennurum í lögfræði, því á skrif mín er ekki minnst í bók lagakennaranna þriggja.Þegar ég spurði fræðimennina sem skrifuðu Hrunrétt, hvers vegna verka minna væri ekki getið í bók þeirra, fékk ég það svar að þau hefðu ekki komið til umræðu við samningu hennar! Ég hef sjálfur haldið því fram að íslenska lögfræðingasamfélagið reyndi að þagga niður gagnrýni mína á óforsvaranleg vinnubrögð dómstóla eftir hrunið. Hér sýnist mér vera á ferðinni gott dæmi um þessa þöggun. Hún er höfundunum varla til mikils sóma, en gæti kannski orðið þeim til framdráttar. Hver veit?Höfundur er lögmaður.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun