Atvikið þegar læknirinn fékk tæknivíti fyrir að spyrja hvort hún mætti hjálpa meiddum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 10:30 Unnur Tara Jónsdóttir fær hér tæknivillu hjá Ísaki dómara. Mynd/S2 Sport KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir fékk tæknivíti í stórleik KR og Vals í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið mjög óvenjulegt. Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverrisdóttur í fjórða leikhlutanum og lenti illa. Sjúkraþjálfarar beggja liða voru fljótir inn á völlinn til að huga að meiðslum hennar en einn leikmaður KR-liðsins er læknir. Læknirninn Unnur Tara var ekki inn á vellinum þegar atvikið gerðist en vildi koma til aðstoðar liðsfélaga sínum þegar ljóst var að meiðslin voru alvarleg. Leikurinn var stopp og leikmenn Vals voru komnar að sínum bekk. Ísar Ernir Kristinsson, einn þriggja dómara leiksins, var hins vegar ekki tilbúinn að leyfi Unni að koma Sóllilju til aðstoðar. Þegar Unnur Tara ætlaði að biðja annan dómara um leyfi þá gaf Ísak henni tæknivillu. KR-ingar voru mjög ósáttir með dóminn og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu í gær og það náðist á mynd þegar Unnur Tara biður um leyfi til að huga að liðsfélaga sínum en fær aftur á móti tæknivillu í andlitið. Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik í DHL-höllinni í gær.Klippa: Tæknivillan sem Unnur Tara fékk Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir fékk tæknivíti í stórleik KR og Vals í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið mjög óvenjulegt. Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverrisdóttur í fjórða leikhlutanum og lenti illa. Sjúkraþjálfarar beggja liða voru fljótir inn á völlinn til að huga að meiðslum hennar en einn leikmaður KR-liðsins er læknir. Læknirninn Unnur Tara var ekki inn á vellinum þegar atvikið gerðist en vildi koma til aðstoðar liðsfélaga sínum þegar ljóst var að meiðslin voru alvarleg. Leikurinn var stopp og leikmenn Vals voru komnar að sínum bekk. Ísar Ernir Kristinsson, einn þriggja dómara leiksins, var hins vegar ekki tilbúinn að leyfi Unni að koma Sóllilju til aðstoðar. Þegar Unnur Tara ætlaði að biðja annan dómara um leyfi þá gaf Ísak henni tæknivillu. KR-ingar voru mjög ósáttir með dóminn og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu í gær og það náðist á mynd þegar Unnur Tara biður um leyfi til að huga að liðsfélaga sínum en fær aftur á móti tæknivillu í andlitið. Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik í DHL-höllinni í gær.Klippa: Tæknivillan sem Unnur Tara fékk
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira