Stjórnendahópur EY breytist frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2019 14:52 Frá vinstri: Ragnar Oddur Rafnsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Guðjón Norðfjörð og Geir Steindórsson. EY Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn. Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn.
Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Sjá meira
Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58