Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 07:38 Karlson, starfandi forstjóri Swedbank, (t.v.) og Idermark, fráfarandi stjórnarformaður, (t.h.) á ársfundi bankans í síðustu viku. Vísir/EPA Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans. Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans.
Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23
Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent