Audi fækkar vélargerðum Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2019 21:30 Audi Q2 jepplingurinn. Minni sala bíla Audi í janúar upp á 3%, miðað við sama mánuð í fyrra, veldur forsvarsmönnum Audi áhyggjum og þar á bæ er fyrirhugað að fækka bæði stjórnendum og vélargerðum í Audi-bíla sem eru að sögn fyrirtækisins of margar. Með fækkun velargerða á að einfalda smíðina, en einnig stendur til að skera niður eitt lag af stjórnendum í fyrirtækinu og fækka þeim samtals um 10%. Þó svo að Audi hafi aukið sölu sína á stærsta bílamarkaði heims í Kína um 5,1% í janúar var sala Audi léleg í Evrópu og hefur hún hríðfallið frá því að nýja WLTP eyðsluviðmiðunin tók gildi á seinni hluta síðasta árs.Fækkun vélargerða um 30% Ekki liggur fyrir hvaða vélargerðir Audi fara undir hnífinn, en leiða má getum að því að stærstu, eyðslufrekustu og minnst seldu vélargerðirnar lendi í niðurskurðinum sem á að nema um 30% af núverandi vélaúrvali. Líkt og í tilfelli Audi mun BMW skera niður 8 og 12 strokka vélar fyrir næstu kynslóð BMW 7-línunnar og Benz ætlar líka að hætta framleiðslu V12 vélarinnar í S-Class. Með þessum hagræðingaraðgerðum Audi er meiningin að spara fyrirtækinu ríflega 2.000 milljarða króna til ársins 2022. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent
Minni sala bíla Audi í janúar upp á 3%, miðað við sama mánuð í fyrra, veldur forsvarsmönnum Audi áhyggjum og þar á bæ er fyrirhugað að fækka bæði stjórnendum og vélargerðum í Audi-bíla sem eru að sögn fyrirtækisins of margar. Með fækkun velargerða á að einfalda smíðina, en einnig stendur til að skera niður eitt lag af stjórnendum í fyrirtækinu og fækka þeim samtals um 10%. Þó svo að Audi hafi aukið sölu sína á stærsta bílamarkaði heims í Kína um 5,1% í janúar var sala Audi léleg í Evrópu og hefur hún hríðfallið frá því að nýja WLTP eyðsluviðmiðunin tók gildi á seinni hluta síðasta árs.Fækkun vélargerða um 30% Ekki liggur fyrir hvaða vélargerðir Audi fara undir hnífinn, en leiða má getum að því að stærstu, eyðslufrekustu og minnst seldu vélargerðirnar lendi í niðurskurðinum sem á að nema um 30% af núverandi vélaúrvali. Líkt og í tilfelli Audi mun BMW skera niður 8 og 12 strokka vélar fyrir næstu kynslóð BMW 7-línunnar og Benz ætlar líka að hætta framleiðslu V12 vélarinnar í S-Class. Með þessum hagræðingaraðgerðum Audi er meiningin að spara fyrirtækinu ríflega 2.000 milljarða króna til ársins 2022.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent