Þökkum öryrkjum á hverju kvöldi Einar G Harðarson skrifar 23. apríl 2019 10:37 Eftir morgunkaffið hugsum við lítið um slys og veikindi þegar við höldum út í daginn full bjartsýni og vonar. Fjarlægt er huga flestra sú staðreynd að á hverjum degi er fast hlutfall slysa og veikinda ár eftir ár. Skráð slys hjá Almannatryggingum árið 2014 voru 2157. 2015 voru þau 2126, og þar á eftir 2156. Frávikið er lítilsvert; á hverjum degi eru sömu líkur á því að heilbrigð manneskja í dag verði öryrki á morgun. Teljumst við heppin þegar við komum heil heim á kvöldin? Fjöldin allur er til af greinum stjórnmálamanna um fögur fyrirheit til öryrkja, en reyndin er sú að ómögulegt virðist að afhenda öryrkjum það sem var tekið af þeim eftir hrun. Árið 2009 var lagt á tekjutenging við öryrkjabætur og gátu öryrkjar ekki lengur aflað tekna án þess að það yrði tekið af þeim. Margt var tekið af landsmönnum í hruninu en grátlegt er að þeim sem minnst mega sín hefur gengið verst að fá fjárhagslega hlut sinn bættan. Svo ekki sé minnst á þau óhagræði og vanlíðan sem felst í slysum og sjúkdómum. Sagt er að það kosti tugi milljarða að afnema tekjutenginguna, en sú spá virðist ekki taka til greina að án hennar myndu þeir öryrkjar sem geta unnið meira, vinna meira. Það mun samsvara tugum milljarða til markaðarins og þar af leiðandi til ríkisins. Tekjutengingin hvetur öryrkja hins vegar til að vinna minna og það er slæmt fyrir alla. Þetta er einfalt: Lífeyri skattur tekjur250000 50000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 250000 500000 Öryrki með 500,000kr. í laun á mánuði auk lífeyris hefur endurgreitt lífeyrin að fullu með sköttum. Það er gefið að ekki allir öryrkjar geta unnið fyrir slíkar upphæðir en það þyrfti ekki marga til að jafna út kostnaðinn. Með kerfinu eins og það er í dag vinna jafnvel þeir sem geta það lítið sem ekkert. Að afnema tekjutenginguna væri það minnsta sem við getum gert. Raunar ættum við að greiða öryrkjum mannsæmandi laun það sem eftir er, punktur. Ekki orð um það meir. Staðan er sú að ekki nokkur heilbrigð manneskja í dag myndi vilja lifa við kjör samfélagsins ef slys skyldi henda hana á morgun, en á móti eigum við ekki að sannfærast einungis af hræðsluáróðri um okkar eigin hagsmuni. Hér erum við að ræða um hagsmuni ríkisins, frjálsa markaðarins, menningarinnar, og einstaklinganna sem tóku á sig slysin og sjúkdómana fyrir okkar hönd. Þökkum því öryrkjum og sýnum það í verki fremur en orðum. Höfundur er löggiltur fasteignasali og formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir morgunkaffið hugsum við lítið um slys og veikindi þegar við höldum út í daginn full bjartsýni og vonar. Fjarlægt er huga flestra sú staðreynd að á hverjum degi er fast hlutfall slysa og veikinda ár eftir ár. Skráð slys hjá Almannatryggingum árið 2014 voru 2157. 2015 voru þau 2126, og þar á eftir 2156. Frávikið er lítilsvert; á hverjum degi eru sömu líkur á því að heilbrigð manneskja í dag verði öryrki á morgun. Teljumst við heppin þegar við komum heil heim á kvöldin? Fjöldin allur er til af greinum stjórnmálamanna um fögur fyrirheit til öryrkja, en reyndin er sú að ómögulegt virðist að afhenda öryrkjum það sem var tekið af þeim eftir hrun. Árið 2009 var lagt á tekjutenging við öryrkjabætur og gátu öryrkjar ekki lengur aflað tekna án þess að það yrði tekið af þeim. Margt var tekið af landsmönnum í hruninu en grátlegt er að þeim sem minnst mega sín hefur gengið verst að fá fjárhagslega hlut sinn bættan. Svo ekki sé minnst á þau óhagræði og vanlíðan sem felst í slysum og sjúkdómum. Sagt er að það kosti tugi milljarða að afnema tekjutenginguna, en sú spá virðist ekki taka til greina að án hennar myndu þeir öryrkjar sem geta unnið meira, vinna meira. Það mun samsvara tugum milljarða til markaðarins og þar af leiðandi til ríkisins. Tekjutengingin hvetur öryrkja hins vegar til að vinna minna og það er slæmt fyrir alla. Þetta er einfalt: Lífeyri skattur tekjur250000 50000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 40000 100000 250000 500000 Öryrki með 500,000kr. í laun á mánuði auk lífeyris hefur endurgreitt lífeyrin að fullu með sköttum. Það er gefið að ekki allir öryrkjar geta unnið fyrir slíkar upphæðir en það þyrfti ekki marga til að jafna út kostnaðinn. Með kerfinu eins og það er í dag vinna jafnvel þeir sem geta það lítið sem ekkert. Að afnema tekjutenginguna væri það minnsta sem við getum gert. Raunar ættum við að greiða öryrkjum mannsæmandi laun það sem eftir er, punktur. Ekki orð um það meir. Staðan er sú að ekki nokkur heilbrigð manneskja í dag myndi vilja lifa við kjör samfélagsins ef slys skyldi henda hana á morgun, en á móti eigum við ekki að sannfærast einungis af hræðsluáróðri um okkar eigin hagsmuni. Hér erum við að ræða um hagsmuni ríkisins, frjálsa markaðarins, menningarinnar, og einstaklinganna sem tóku á sig slysin og sjúkdómana fyrir okkar hönd. Þökkum því öryrkjum og sýnum það í verki fremur en orðum. Höfundur er löggiltur fasteignasali og formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar