Viðskipti erlent

Færeyingar kaupa tvær nýjar Airbus-þotur

Kristján Már Unnarsson skrifar
Nýju Airbus A320neo-þotur Atlantic Airways munu líta svona út.
Nýju Airbus A320neo-þotur Atlantic Airways munu líta svona út. Teikning/Airbus.
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur samið um kaup á tveimur nýjum þotum af gerðinni Airbus A320neo. Samningarnir voru undirritaðir á flugsýningunni á Le Bourget-flugvelli í París síðdegis í gær. Kaupverð er trúnaðarmál en fyrir færeyskt efnahagslíf, sem er um einn sjöundi af stærð þess íslenska, eru þessir samningar álíka stórir og kaupsamningar Icelandair um Boeing 737 MAX-vélarnar árið 2012. 

Nýju þoturnar bætast við flota þriggja Airbus-þota Atlantic Airways af A320-línunni. Sú fyrri verður afhent síðla árs 2023 en sú seinni á fyrri hluta árs 2024.

Frá undirritun kaupsamninganna í París í gær. Frá vinstri eru Christopher Buckley, aðstoðarforstjóri Airbus, Jóhanna á Bergi, forstjóri Atlantic Airways, og Niels Mortensen, stjórnarformaður Atlantic Airways.Airbus/S.Ramadier.
Færeyska flugfélagið hefur rekið Airbus þotur frá árinu 2008, framan af eingöngu af stystu gerðinni, A319 með 144 sætum, en hefur síðan verið að færa sig yfir í milligerðina, A320 með 174 sætum. Vegna þess ákváðu Færeyingar að flytja flugið frá Reykjavíkurflugvelli yfir til Keflavíkur síðastliðið haust þar sem flugstöðin í Reykjavík þótti ekki lengur bjóðandi svo miklum farþegafjölda. 

Sjá hér: Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar. 

Ráðamenn Atlantic Airways segja þotukaupin lið í að mæta vaxandi straumi ferðamanna til Færeyja. A319 þoturnar séu orðnar of litlar. Ennfremur sé ætlunin að fjölga ferðum og áfangastöðum. 

Þeir segja nýju vélarnar mun umhverfisvænni en eldri gerðir. Þær eyði 20 prósent minna eldsneyti og hávaðinn minnki um helming.

Hér má sjá þegar Færeyingar kvöddu Reykjavík síðastliðið haust:

 


Tengdar fréttir

Færeyingar fá nýja flugstöð

Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,26
24
279.022
REGINN
4,11
8
152.073
SYN
3,29
23
103.352
REITIR
2,5
21
251.515
SIMINN
2,5
32
1.296.216

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,71
4
9.780
BRIM
-0,68
15
264.027
ISB
-0,48
49
184.298
EIM
-0,44
5
31.336
LEQ
-0,26
1
102
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.