Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, búsáhöld og frídagar Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 15:00 Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent