Það er í blóði KR-inga að ætlast til að vinna titla Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. október 2019 09:00 KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitli. Fréttablaðið Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna verða KR-ingar Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð en spáin var opinberuð í gær. KR hefur haft heljartak á meistaratitlinum í karlaflokki undanfarin ár og unnið meistaratitilinn síðustu sex ár og níu sinnum á síðustu fjórtán árum. KR fékk vænan liðsstyrk í sumar þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarson, Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion komu aftur í KR. Pavel Ermolinskij er horfinn á braut og leikur með nágrannafélaginu Val í vetur en ljóst er að KR hefur á að skipa gríðarlega sterku liði sem er byggt upp af heimamönnum sem þekkja vart neitt annað en að taka á móti Íslandsmeistaratitli á vorin. „Það er í blóðinu í KR að ætlast til að vinna titla og við þekkjum ekkert annað. Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, aðspurður út í árlegu spána sem var birt í gær. „Það verða öll lið deildarinnar vel mönnuð sem er afleiðing Bosman-reglunnar. Það styrkir deildina svakalega, gæðin eru orðin meiri og um leið kröfurnar. Ég á ekki von á því að eitthvert eitt lið verði í sérflokki í vetur þó svo að umræðan sé svoleiðis,“ segir Ingi sem segir enn hungur í mönnum eftir sigurgöngu síðustu ára. „Það er mikið hungur í hópnum og metnaður fyrir því að ná í Íslandsmeistaratitilinn í vor. Það er auðvelt að detta í þægindaramma og gleyma sér en þessi leikmannahópur mun ekki leyfa því að gerast.“ Ef spáin rætist munu nýliðarnir í Þór Akureyri og Fjölnir kveðja deildina í vor eftir stutt stopp. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna verða KR-ingar Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð en spáin var opinberuð í gær. KR hefur haft heljartak á meistaratitlinum í karlaflokki undanfarin ár og unnið meistaratitilinn síðustu sex ár og níu sinnum á síðustu fjórtán árum. KR fékk vænan liðsstyrk í sumar þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarson, Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion komu aftur í KR. Pavel Ermolinskij er horfinn á braut og leikur með nágrannafélaginu Val í vetur en ljóst er að KR hefur á að skipa gríðarlega sterku liði sem er byggt upp af heimamönnum sem þekkja vart neitt annað en að taka á móti Íslandsmeistaratitli á vorin. „Það er í blóðinu í KR að ætlast til að vinna titla og við þekkjum ekkert annað. Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, aðspurður út í árlegu spána sem var birt í gær. „Það verða öll lið deildarinnar vel mönnuð sem er afleiðing Bosman-reglunnar. Það styrkir deildina svakalega, gæðin eru orðin meiri og um leið kröfurnar. Ég á ekki von á því að eitthvert eitt lið verði í sérflokki í vetur þó svo að umræðan sé svoleiðis,“ segir Ingi sem segir enn hungur í mönnum eftir sigurgöngu síðustu ára. „Það er mikið hungur í hópnum og metnaður fyrir því að ná í Íslandsmeistaratitilinn í vor. Það er auðvelt að detta í þægindaramma og gleyma sér en þessi leikmannahópur mun ekki leyfa því að gerast.“ Ef spáin rætist munu nýliðarnir í Þór Akureyri og Fjölnir kveðja deildina í vor eftir stutt stopp.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira