Twitter breytti lífi hennar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. janúar 2019 08:00 Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekki veitir af að breyta heiminum til hins betra, en það gengur óneitanlega hægt. Ýmsu má þó koma til leiðar ef margir leggja saman. Þetta sýndi sig í máli hinnar átján ára sádi-arabísku Rahaf Mohammed al-Qunun sem lokaði sig inni á hótelherbergi í Bangkok eftir að hafa flúið fjölskyldu sína sem hún sagði vilja sig feiga vegna þess að hún hafnaði íslam. Rahaf hafðist við í herbergi sínu matarlaus en ekki alveg varnarlaus. Hún hafði verið svipt vegabréfi sínu en var með símann sinn sem hún nýtti sér til að komast í samband við umheiminn. Á sólarhring eignaðist hún 45.000 fylgjendur, þeim fór stöðugt fjölgandi og netið fylltist af hvatningarorðum og stuðningsyfirlýsingum til hennar. Oft og tíðum má ergja sig yfir ást nútímamannsins á snjalltækjunum sínum sem yfirleitt eru límd við hann, en svo koma stundir þegar þessi sömu tæki eru notuð á svo áhrifaríkan hátt að ekki er annað mögulegt en að margblessa tilveru þeirra. Upptaka er til af embættismanni í sendiráði Sádi-Arabíu í Bangkok þar sem hann segir: „Það hefði verið betra ef síminn hennar hefði verið gerður upptækur í staðinn fyrir vegabréfið hennar. Twitter breytti öllu.“ Það var samfélagsmiðillinn sem kom unglingsstúlkunni í heimsfréttirnar og nú er hún í skjóli Sameinuðu þjóðanna. Rahaf hefur vakið athygli á skelfilegu meini sem öllum er kunnugt um, sem er hlutskipti kvenna í Sádi-Arabíu sem hafa ekki sjálfstæðan tilverurétt. Litið er á þær sem eign karla og þeim ráðstafað eins og hverjum öðrum hlut. Það þarf ofurkjark til að rísa upp gegn slíkri kúgun enda getur slík uppreisn auðveldlega kostað konur lífið. Rahaf flúði fjölskyldu sína sem hafði að hennar sögn beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hún segist vilja mennta sig, vinna og vera frjáls, nokkuð sem allar manneskjur ættu að hafa tækifæri til. Fullyrt er að Rahaf hafi fengið morðhótanir og að karlmenn í Sádi-Arabíu vilji að hún verði tekin af lífi og telji að þannig sé um leið auðvelt að koma þeim skilaboðum til sádi-arabískra kvenna að slík verði einnig örlög þeirra ákveði þær að fylgja fordæmi hennar. Samfélag þar sem fyrirlitning og hatur á konum er ríkjandi getur ekki talist siðað. Samt er ríkjandi undirlægjuháttur meðal þjóða heims gagnvart Sádi-Arabíu, þar ráða viðskiptahagsmunir. Von um breytingar á hroðalegu hlutskipti kvenna þar í landi kann að felast í þrýstingi frá almenningi. Þar geta snjalltækin nýst á besta mögulega hátt. Twitter breytti til dæmis öllu í lífi Rahaf. Umheimurinn styður hana og einmitt það hlýtur að skapa ákveðið máttleysi meðal sádi-arabískra ráðamanna. Smám saman tekst vonandi að draga úr þeim vígtennurnar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun