Veggjöld og ferðamenn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 9. janúar 2019 15:46 Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun