Veggjöld og ferðamenn Jóhannes Þór Skúlason skrifar 9. janúar 2019 15:46 Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar liggur fyrir að álagning veggjalda fyrir umferð um stofnbrautir og jarðgöng landsins mun verða eitt helsta mál ríkisstjórnarinnar á Alþingisvorinu er rétt að minna á nokkra grunnþætti sem er gott að hafa í huga í umræðunni.Ferðamenn greiða nú þegar fjórðung framlaga til samgöngukerfisins Í fyrsta lagi er rétt að minna á að ferðaþjónustan er helsta ástæðan fyrir því að þessar hugmyndir borga sig yfir höfuð. Skýrasta dæmið er e.t.v. Hvalfjarðargöng sem voru greidd upp á undan áætlun. Það skiptir máli í þessu samhengi að það eru hátt í 3 milljónir manna að ferðast um þjóðvegina en ekki 340 þúsund. Stór hluti þeirra tekna sem koma inn í gegn um veggjöld koma því beint frá ferðamönnum, líklega einhverjir tugir milljarða miðað við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram. Þegar það er lagt saman við þær 10 milljarða tekjur sem ríkið fær nú þegar árlega úr vasa ferðamanna í gegn um eldsneytisskatta er ljóst að ekki er hægt að saka ferðamenn um að spæna upp vegakerfið en borga ekkert fyrir það. Þeir greiða nú þegar einn fjórða af öllum framlögum ríkisins til samgöngukerfisins í gegn um eldsneytisskatta og munu greiða gríðarstóran hluta af þeim nýframkvæmdum og viðhaldi sem áætlað er að fjármagna með innheimtu veggjalda.Hverjir valda mestu sliti? Í öðru lagi má minna á að þrátt fyrir aukinn ferðamannafjölda eru það þungaflutningar um vegakerfið sem valda mestu sliti og viðhaldsþörf á því, ekki ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin hefur bent á að öxull sem er 10 tonn að þyngd hefur 10 þúsund sinnum meiri áhrif á niðurbrot vegar en öxull sem er 1 tonn. Það þarf því um 10.000 bílaleigubíla til að slíta þjóvegunum ámóta mikið og einn þungaflutningatrukkur gerir. Það er gott að hafa á bak við eyrað í umræðunni.Leysa þarf augljós vandamál Í þriðja lagi er nauðsynlegt,ef ríkið ætlar að leggja á veggjöld,að hefja strax vinnu við að búa til miðlægt greiðslukerfi sem virkar fyrir atvinnufyrirtækin sem nýta þjóðvegina, til dæmis bílaleigur og hópferðafyrirtæki. Á undanförnum misserum hafa komið fram ýmsar flækjur, t.d. varðandi innheimtu bílastæðagjalda í þjóðgörðum, innheimtu hraðasekta löngu eftir að ferðamenn eru farnir úr landi og innheimtu gjalda í Vaðlaheiðargöng, sem er nauðsynlegt að leysa á skynsamlegan máta þannig að það sé ekki íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin. Til þess má leita fyrirmynda í nágrannalöndum eða smíða íslenska lausn. Lykilatriðið er að kerfið þarf að virka í raunveruleikanum og taka mið af því hvernig atvinnugreinin starfar. Það mun ekki ganga að leggja á veggjöld án þess að hugsa fyrir þessu, það væri ávísun á vandamál sem hægt er að koma í veg fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar hafa þegar haft frumkvæði að samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vegna þessara þátta, enda mikilvægt að vinnan hefjist strax – vandamálin eru þegar komin fram á nokkrum stöðum eins og áður sagði.Hversu langt er hægt að ganga? Í fjórða lagi er óhjákvæmilegt að skoða svo yfirgripsmikla gjaldtöku á ferðamenn í heildarsamhenginu. Nú þegar eru innheimt sérstakt gistináttagjald af ferðamönnum, þeir greiða t.d. bílastæðagjöld á ýmsum stöðum, margvísleg þjónustugjöld Isavia, kolefnisgjald og aðra eldsneytisskatta og auðvitað virðisaukaskatt af vöru og þjónustu sem þeir kaupa hér á landi. Nettó tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðamönnum árið 2017 voru um 60 milljarðar, sem jafngildir öllum framlögum ríkisins til Landspítalans það ár. Ferðamaðurinn er því nú þegar mjög verðmætur skattborgari á Íslandi. Við þetta stendur nú til að bæta tugmilljarða innheimtu veggjalda sem gera ferðamanninn enn verðmætari fyrir ríkið. Slík skattheimta af ferðamanninum mun af áætlunum að dæma skila ríkinu hærri fjárhæðum úr vasa ferðamanna en núverandi gistináttaskattur og áætluð komugjöld (skv. stefnu ríkisstjórnarinnar) samanlagt. Ekki verður hjá því komist að hugsa um hversu langt sé hægt að seilast þegar kemur að innheimtu gjalda af ferðamanninum. Eftir áralanga umræðu um innheimtu gjalda af ferðamönnum er því eðlilegt að spyrja hvort ríkisstjórnin hafi með áformum um veggjöld lagt fram helstu hugmyndir sínar um það mál?Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun