Greta Thunberg gagnrýndi þjóðaleiðtoga á loftslagsfundinum Heimsljós kynnir 24. september 2019 14:30 Frá loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í gær. SÞ Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefjast í dag að loknum loftslagsfundi samtakanna í gær þar sem „öll augu hvíldu á Greta Thunberg baráttukonunni sextán ára sem dró ekkert af sér í gagnrýni sinni á leiðtogana,“ eins og segir í frétt á vef UNRIC, upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu. „Þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu komandi kynslóða stara á ykkur og ef þið kjósið að bregðast okkur, munum við aldrei fyrirgefa ykkur.”Thunberg lét þessi orð falla þar sem hún stóð augliti til auglitis við þjóðarleiðtoga, forstjóra stórfyrirtækja og aðra sem tóku þátt í fundinum um loftslagsaðgerðir í New York í gær. Samkvæmt frétt UNRIC voru fulltrúar Norðurlandana fimm í hópi fulltrúa þeirra ríkja sem valdir voru til að ávarpa fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frá því að hún hefði í síðasta mánuði tekið þátt í minningarathöfn um jökulinn Ok, fyrstan íslenskra jökla til að verða hlýnun jarðar að bráð. „Boðskapur jökulsins horfna er að vandinn er brýnn, en okkur beri ekki að örvænta. Mannkynið getur sent mann til tunglsins, ef við viljum. Við getum líka bjargað jörðinni, ef við viljum,“ sagði Katrín. Í ræðu sinni á fundinum fagnaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þeim aðgerðum sem lofað hefði verið á fundinum en sagði að betur mætti ef duga skyldi. „Náttúran er reið og við höfum blekkt okkur sjálf ef við höldum að við getum blekkt náttúruna, því hún svarar fyrir sig. Við horfum upp á það um allan heim að náttúran er ævareið og í hefndarhug,“ sagði Guterres. Árlegar almennar umræður þjóðarleiðtoga hefjast í dag á allsherjarþinginu. Umræðurnar byrja klukkan þrjú að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim í beinni útsendingu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent
Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefjast í dag að loknum loftslagsfundi samtakanna í gær þar sem „öll augu hvíldu á Greta Thunberg baráttukonunni sextán ára sem dró ekkert af sér í gagnrýni sinni á leiðtogana,“ eins og segir í frétt á vef UNRIC, upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu. „Þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu komandi kynslóða stara á ykkur og ef þið kjósið að bregðast okkur, munum við aldrei fyrirgefa ykkur.”Thunberg lét þessi orð falla þar sem hún stóð augliti til auglitis við þjóðarleiðtoga, forstjóra stórfyrirtækja og aðra sem tóku þátt í fundinum um loftslagsaðgerðir í New York í gær. Samkvæmt frétt UNRIC voru fulltrúar Norðurlandana fimm í hópi fulltrúa þeirra ríkja sem valdir voru til að ávarpa fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frá því að hún hefði í síðasta mánuði tekið þátt í minningarathöfn um jökulinn Ok, fyrstan íslenskra jökla til að verða hlýnun jarðar að bráð. „Boðskapur jökulsins horfna er að vandinn er brýnn, en okkur beri ekki að örvænta. Mannkynið getur sent mann til tunglsins, ef við viljum. Við getum líka bjargað jörðinni, ef við viljum,“ sagði Katrín. Í ræðu sinni á fundinum fagnaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þeim aðgerðum sem lofað hefði verið á fundinum en sagði að betur mætti ef duga skyldi. „Náttúran er reið og við höfum blekkt okkur sjálf ef við höldum að við getum blekkt náttúruna, því hún svarar fyrir sig. Við horfum upp á það um allan heim að náttúran er ævareið og í hefndarhug,“ sagði Guterres. Árlegar almennar umræður þjóðarleiðtoga hefjast í dag á allsherjarþinginu. Umræðurnar byrja klukkan þrjú að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim í beinni útsendingu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent