Handbolti

Möguleiki að eignast treyju Arons Pálmars frá HM og styrkja Krabbameinsfélagið í leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í treyjunni á HM.
Aron Pálmarsson í treyjunni á HM. Getty/TF-Images
Í dag eru 80 dagar í fyrsta leik íslenska handboltalandsliðsins á EM 2020 og í tilefni af þeim tímamótum þá sagði Handknattleikssambandið frá nýju uppboði í dag.

Í tilefni af Bleikum október hafa HSÍ og Strákarnir okkar ákveðið að leggja Krabbameinsfélagið lið í samvinnu við CharityShirts.is.

Boðin verður upp árituð landsliðstreyja frá strákunum okkar sem Aron Pálmarsson spilaði í á HM í janúar síðastliðnum.

Allir leikmenn íslenska landsliðsins í janúar skrifuðu nafn sitt á treyjuna.

Til að taka þátt og eiga möguleika á að fá treyjuna ferðu inn á www.charityshirts.is

Þúsund krónur kostar að taka þátt og leggja málefninu lið og þá átt þú möguleika að eignast treyjuna. Heildarupphæðin sem safnast rennur svo til Krabbameinsfélagsins.

Íslenska landsliðið er í riðli með Dönum, Ungverjum og Rússum en riðillinn verður spilaður í Malmö í Svíþjóð. Fyrsti leikur strákanna okkar er á móti Dönum 11. janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×