Álaguðspjall Guðrún Vilmundardóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Álar eru furðuleg kvikindi og búa yfir mörgum leyndardómum. Langt fram á síðustu öld var mönnum hulin ráðgáta hvernig þeir fjölguðu sér. Aristóteles taldi að þeir spryttu upp úr moldinni og tvö þúsund árum síðar ætlaði nítján ára gamall metnaðarfullur stúdent í Trieste, Sigmund Freud, að ráða álagátuna og skar upp fjögur hundruð ála í leit að karlkynsskepnu en fann ekki eina einustu. Hann sneri sér þá að auðleystari verkefnum eins og sálgreiningu. Nú er sænskur rithöfundur, Patrik Svensson, að leggja lokahönd á svokallað Álaguðspjall (frábær titill!) þar sem hann fléttar saman sögum af þessari merkilegu skepnu og hugljúfri fjölskyldusögu. Bókin á að koma út í Svíþjóð næsta haust. Mér finnst þetta spennandi, enda áhugakona um ála. Og ég er sannarlega ekki ein. Handritið er komið á fyrir-messuflug. Í næstu viku verður haldin bókamessa í London, meiriháttar vörusýning, þar sem réttindi til að þýða og gefa út bækur ganga kaupum og sölum. Fyrir viku bárust fréttir af því að stór breskur útgefandi hefði keypt réttinn að þessari óútkomnu bók um ála og feðga, tveir aðrir fylgdu í kjölfarið með svo góðum tilboðum að þeim varð ekki hafnað og síðast þegar ég tók stöðuna stóðu yfir uppboð í tíu löndum. Áll hrygnir í Þanghafinu við austurströnd Mið-Ameríku og lirfurnar berast með Golfstraumnum að ströndum Evrópu og Ameríku, þetta er ekkert smá ferðalag. Skepnan tekur ótrúlegustu stakkaskiptum á lífsleiðinni, syndir upp ár og ef fossar eru í veginum skríður hún á blautum steinum og grasi. Allur áll deyr eftir hrygningu. Skil ekkert í því að Álaguðspjallið hafi ekki verið skrifað fyrir löngu
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar