Draga 156 af 237 uppsögnum til baka Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:24 Sigþór Kristinn Skúlason framkvæmdastjóri Airport Associates. Vísir/Sighvatur Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Airport Associates sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli hefur nú afturkallað uppsagnir 156 starfsmanna af þeim 237 sem sagt var upp í lok nóvember á síðasta ári. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason í samtali við Vísi. Uppsagnirnar voru hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að takast á við erfiðleika í rekstri flugfélagsins WOW air. Fyrir uppsagnirnar störfuðu um 500 manns hjá Airport Associates og tóku þær til flestra deilda fyrirtækisins: hlaðdeildar, farþegaþjónustu, hleðslueftirlits, frakt og ræsti- og öryggisdeildar. Sigþór segir í samtali við Vísi að öryggi reksturs WOW air sé tryggt og þá liggi flugáætlanir nú fyrir. Þar af leiðandi hafi verið hægt að afturkalla verulegan hluta af uppsögnunum sem tóku gildi í nóvember, líkt og vonast hafði verið til. Í dag og á næstu dögum verði rætt við þá 156 starfsmenn sem halda vinnunni. „Það hafa verið starfsmannafundir í öllum deildum í dag og verið að tala við fólkið „as we speak“. Það munu allir fá að vita í dag eða á næstu dögum.“Sumir þegar dottnir út Að því sögðu er þó talsvert stór hópur, eða 81 starfsmaður, sem heldur ekki vinnunni hjá fyrirtækinu í samræmi við uppsagnirnar í nóvember. „Það er misjafnt eftir deildum hvað fólk átti langan uppsagnarfrest, sumir verða áfram og sumir ekki. Þá eru sumir þegar dottnir út,“ segir Sigþór. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina er áðurnefnt WOW air auk EasyJet, Wizz air, Delta Airlines, Norwegian og American Airlines. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1997 og voru um 700 starfsmenn á launaskrá í fyrrasumar. Með uppsögnunum nú verða þeir um 500 sumarið 2019. Þá er Airport Associates stærsti þjónustuaðili WOW air. Um miðjan janúar náði flugfélagið samkomulagi við fjárfesta um skilmálabreytingar á skuldabréfum sem keypt voru í útboði félagsins í fyrra. Samkomulagið var forsenda fyrir því að fjárfesting Indigo Partners í WOW air næði fram að ganga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Skuldabréfaeigendur WOW féllust á skilmálabreytingar Skuldabréfaeigendur WOW Air féllust á breytingar á skilmálum á bréfanna. Atkvæðagreiðslu um breytingarnar lauk í gær. 18. janúar 2019 11:58
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11