
Mig langaði til að deyja
Mig langaði ekki að drepa mig en mig langaði til að deyja
Ég var í kulnun.
Ég missti minnið og alla orku. Ég hafði ekki löngun til að gera neitt.
Ég hef fengið þunglyndiskast en aldrei svona slæmt áður.
Ég gat ekki hætt að gráta.
Ég sá ekki tilganginn.
Ég fann ekki fyrir væntumþykju.
Ég reyndi og reyndi en ekkert gekk.
Það var allt svo erfitt!
Ég var með heimili, starf, fjölskyldu og vini en ég var dauðþreytt á líkama og sál.
Ég fór til sálfræðings sem benti mér á að leita til heimilislæknis, fékk lyf og beiðni a Virk og fékk þar greiningu að það þurfti að senda mig á hvíta bandið. 12 mánaða bið.
Þau útskrifuðu mig samt.
Engin ráð, enginn bæklingur með lausnum, ekkert!
Það á aldrei að senda fólk tómhent heim!!!!!
Ég er þrautseig svo ég leitaði ráða. Ég fór í Geðhjálp, Stígamót, Hlutverkasetur, o.s.frv. Þá fann ég Hugarafl.
Hugarafl bjargaði lífi mínu
Enginn biðtími, ekki leyfi eða tilvísun til að komast inn.
Ég fékk lánaða von.
Ég fékk að vera mannvera, finna til og það var í lagi.
Við getum náð bata. Við erum ekki á þessum stað að eilífu.
Kulnun var þess vegna það besta sem kom fyrir mig.
Ég fann lausnir. Ég fann fólk eins og mig. Ég fékk vonina og trúna, ást og umhyggju. Ég fékk orku. Í kulnun var ég bara með x mikla orku og ég þurfti að líta á líf mitt og sjá hvað gaf og tók frá mér orku og fór loksins að lifa lífinu út frá mér og búa mér til mitt draumalíf.
Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.
Við fögnum í Salnum kl. 17:00 í dag með fyrirlestrum og skemmtiatriðum.
Ég vil þakka öllum þeim sem vinna við geðheilbrigðismál og sérstaklega öll samtökin sem eru að bjarga mannslífum með að vera til. Þau skipta höfuðmáli!
Ef þér líður illa, mundu
Þú ert ekki einn / Þú ert ekki ein
Þú ert elskaður / Þú ert elskuð
Það koma betri tímar!
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar