Matthías: Algjör draumur Þór Símon Hafþórsson skrifar 10. október 2019 21:43 Matthías Orri er hér til hægri. vísir/vilhelm „Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
„Við náðum að læsa þeim algjörlega í 3. leikhluta varnarlega. Mér fannst við vera með þá frá byrjun. Við þurfum að fjölga þessum mínútum þar sem við skellum í lás á lið,“ sagði ánægður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður KR eftir öruggan, 102-84, sigur liðsins á Haukum í Vesturbænum í kvöld.Matthías átti frábæran leik og skoraði 22 stig þar sem hann var með 77% skotnýtingu sem verður að teljast ansi gott. „Mér gekk vel í þetta skiptið. Ég hitti illa í fyrsta leik en þetta gengur oft svona í byrjun móts. Þá er maður ekki alveg nógu stabíll. Ég var ánægður að hitta vel og stefni á að gera það í næsta leik líka.“ Matthías er auðvitað ekki eini Sigurðarson í KR í dag en eldri bróðir hans, Jakob Örn Sigurðarson, snéri aftur í KR úr atvinnumennskunni í Svíþjóð eftir 10 ára fjarveru frá Vesturbæjarliðinu. En Matthías gekk einnig til liðs við KR í sumar eftir að spila með ÍR frá árinu 2013. En hvernig er að spila á vellinum með stóra bróðir? „Það er ógeðslega gaman. Gaman líka að spila með svona mörgum gömlum körfuboltamönnum sem eru með svona góða körfubolta IQ. Mjög sjaldan sem einhver tekur rangar ákvarðanir og allt er mjög afslappað,“ sagði Matthías og hélt áfram. „Ég er mjög ánægður að vera kominn í Vesturbæinn. Þetta er minn heimabær. Þetta er félagið mitt og ég er gjörsamlega að elska að spila fyrir þá.“ Það er nóg af reynslu í KR og Matthías kveðst ætla sér að nýta tækifærið og læra af reynsluboltunum. „Það eru allskonar hlutir sem maður er að læra. Sérstaklega varnarlega. Jón Arnór er auðvitað einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. Ég er bara að njóta þess að spila með þeim. Þetta er bara algjör draumur.“ Það er væntanlega þægilegra að spila með þeim í KR en á móti þeim? „Já,“ sagði Matthías hlæjandi. „Miklu þægilegra!“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00