Stöndum í lappirnar Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Hinn árlegi listi breska dagblaðsins The Sunday Times yfir ríkustu íbúa Bretlands var birtur um síðustu helgi. Í fjórtánda sæti var yngsti milljarðamæringur listans, Hugh Grosvenor, sem er aðeins 28 ára. Hvaða ofurmannlegu dáð þarf maður að drýgja til að verða milljarðamæringur aðeins 28 ára að aldri? Árið 1047 fæddist maður að nafni Hugh d’Avranches í Normandí-héraði í Frakklandi. Hugh fékk snemma viðurnefnið „Le Grand Veneur“, mikli veiðimaðurinn, en þar sem hann var stór vexti var hann gjarnan uppnefndur „Le Gros Veneur“, feiti veiðimaðurinn. Hugh bar viðurnefnið af stolti og varð það að fjölskyldunafninu Grosvenor. Mesta stórvirki Hugh Grosvenor var að koma sér í mjúkinn hjá Vilhjálmi 1. Englandskonungi. Að launum fyrir hollustu sína hlaut Hugh mikið land í Cheshire og jarlstign að auki. Veldi Grosvenor fjölskyldunnar stækkaði og dafnaði. Árið 1677 bar einkar vel í veiði en þá féll enn meira land í hendur fjölskyldunni þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi vestan við London. Með tímanum varð landið að einu verðmætasta landi í heimi. Þar eru nú fínustu hverfi Lundúna, Mayfair og Belgravia, og eru þau í eigu hins 28 ára Hugh Grosvenor, afkomanda Hugh „Le Gros Veneur“.Blekkingin um leikreglur Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þorvald Gylfason um tillögu stjórnvalda að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þorvaldur gagnrýnir tillöguna harðlega. Hann segir Alþingi lengi hafa „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“. Hann telur tillöguna standa langt að baki tillögu Stjórnlagaráðs sem 83% kjósenda lýstu sig samþykka í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og henni sé „greinilega ætlað að löghelga óbreytt ástand gegn skýrum vilja fólksins í landinu“. Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt. Okkur finnst sjálfsagt að Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö, að vinnuvikan sé fimm dagar og að boðið sé upp á popp í bíó. En hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru – og gætu þeir verið einhvern veginn öðruvísi? Maðurinn lítur á sig sem fágaða dýrategund. Af háttprýði hafnar hann lögmáli frumskógarins, veröld þar sem enginn á neitt og allir mega allt svo hinir sterku hrifsa eftirlitslaust til sín gæði náttúrunnar. Í staðinn beislar hann glundroðann, skrifar undir samfélagssáttmálann og gefur eftir hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir röð og reglu sem hvíla á ákveðnum leikreglum. En erum við jafnfáguð og við höldum? „Fyrsti maðurinn sem girti af reit, sagðist eiga hann og fann fólk sem var nógu vitlaust til að trúa honum er hinn eiginlegi stofnandi hins siðaða samfélags,“ skrifaði Jean-Jacques Rousseau. Við hefðum aldrei átt að hlusta á þann svikahrapp að sögn Rousseau, „því sá er á villigötum sem gleymir því að ávextir jarðar tilheyra öllum og jörðin sjálf engum.“ Stundum læðist að manni sá grunur að leikreglur mannlegs samfélags séu brella og að maðurinn sé ekkert annað en villidýr í frumskógi. Hvað er tregða íslenskra stjórnvalda til að tryggja þjóðinni eignarhald yfir auðlindum landsins annað en gjörningur þar sem hinir sterku hrifsa til sín öll gæði? Þeir beita kannski ekki fyrir sig klónum. En í staðinn beita þeir blekkingunni um leikreglur. Hvers vegna eru hlutirnir eins og þeir eru? Þótt Sjónvarpsfréttirnar byrji klukkan sjö gætu þær alveg byrjað klukkan átta. Þótt Alþingi hafi alltaf „setið og staðið fyrir allra sjónum eins og útvegsmenn hafa boðið“ þýðir það ekki að það gæti ekki verið öðruvísi. Þótt afkomandi manns sem sleikti sig upp við kóng fyrir þúsund árum sé nú eigandi verðmætustu landspildu í veröldinni þýðir það ekki að það eigi að vera þannig. Íslendingar, stöndum í lappirnar og krefjumst þess sem er okkar með réttu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun