Novator og Hilmar fjárfesta í bresku tölvuleikjafyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 4. september 2019 07:45 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fréttablaðið/GVA Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrirtækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvuleikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og samfélagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karaktera sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá fyrirtækinu. „Þetta er mjög erfiður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, hefur tekið við stjórnarformennsku félagsins en hann fjárfesti í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveinsson, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórninni í kjölfar fjárfestingarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira