Stofna formlega byggingafélag Samtaka um bíllausan lífsstíl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2019 11:15 Myndin sýnir hvernig hópurinn hugsar þétt lárétt fjölbýli sem er mögulegt þegar bíllinn fær minna rými. byggingafélag samtaka um bíllausan lífsstíl Stofnfundur byggingafélags Samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn næstkomandi laugardag klukkan 14:30 í Norræna húsinu. Magnús Jensson, einn þeirra sem kemur að stofnun byggingafélagsins, segir að stefnt sé að því að kynna félagið betur fyrir almenningi en í framtíðinni er hugmyndin svo að stofna byggingasamvinnufélag um bíllaust hverfi í Reykjavík. Nú verði stofnuð frjáls félagasamtök með það að markmiði að stofna bæði húsnæðissamvinnufélag og byggingasamvinnufélag. Byggingafélagið tók þátt í samkeppni um hagkvæmt húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar í fyrra líkt og Vísir fjallaði um. Þá var sótt um að fá að byggja á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg en félaginu bauðst lóð á Kjalarnesi sem það afþakkaði. Aðspurður hvers vegna félagið vildi ekki byggja það segir Magnús að forsendur vistvænnar búsetu séu að vera miðsvæðis þar sem samgöngur séu helsti vistþátturinn. Því sé betra að vera miðsvæðis heldur en í útjaðri borgarinnar til að ferðatími sé styttri. Magnús segir að nú sé unnið að því að búa til kynningarefni og sé stefnt á að vera með sýningu á Hönnunarmars síðar á árinu. „Næsta skref er að kynna okkur betur fyrir almenningi þannig að fólk viti hvað við stöndum fyrir. Við stefnum líka á hópfjármögnun til að geta haldið áfram starfinu því nú erum við bara að vinna á örlitlum styrkjum,“ segir Magnús. Hann segir að kynningarefnið verði ekki miðað við ákveðnar lóðir í borginni heldur gangi það meira út á það að kynna hugmyndafræðina á bak við bíllausa hverfið. Magnús segir að allir séu velkomnir á stofnfund félagsins á laugardag og að skráning stofnfélaga standi nú yfir á netinu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.Tilkynning vegna stofnfundarins:Stofnfundur byggingarfélags samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn laugardaginn 19. janúar 2019 kl. 14:30 í Norræna húsinu.Byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstíl hefur þróað skipulag oghúsa- og íbúðagerðir sem ná miklum þéttleika á fáum hæðum með því að takmarka forgang bifreiða.Markmið félagsins er að fá reiti miðsvæðis og byggja á þeim á þessum forsendum. Verkefnið mun auka fjölbreytni á markaði og býður fram nýjan valkost í takt við kröfur nútímans. Í hverfinu verður hreinna loft, kyrrð og öryggi og fjölbreyttur ferðamáti verður forsenda nærverslunar og menningarlegrar fjölbreytni.Hverfið verður gróður- og veðursælt og mun hafa lágt kolefnisspor bæði í byggingu og rekstri auk þess sem álag á vegakerfi borgarinnar verður takmarkað. Hverfið mun vekja athygli ferðamanna og áhugamanna um bætta mannvist um allan heim.Byggingarfélagið var 3 stigum (af 100) frá því að fá úthlutað byggingarreit við Sjómannaskólann í fyrra og mun kynna sína sýn og hönnun á Hönnunarmars 2019. Húsnæðismál HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bíllaus fagna tíu ára starfi Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælisaðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð 17. september 2018 06:00 Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Stofnfundur byggingafélags Samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn næstkomandi laugardag klukkan 14:30 í Norræna húsinu. Magnús Jensson, einn þeirra sem kemur að stofnun byggingafélagsins, segir að stefnt sé að því að kynna félagið betur fyrir almenningi en í framtíðinni er hugmyndin svo að stofna byggingasamvinnufélag um bíllaust hverfi í Reykjavík. Nú verði stofnuð frjáls félagasamtök með það að markmiði að stofna bæði húsnæðissamvinnufélag og byggingasamvinnufélag. Byggingafélagið tók þátt í samkeppni um hagkvæmt húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar í fyrra líkt og Vísir fjallaði um. Þá var sótt um að fá að byggja á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg en félaginu bauðst lóð á Kjalarnesi sem það afþakkaði. Aðspurður hvers vegna félagið vildi ekki byggja það segir Magnús að forsendur vistvænnar búsetu séu að vera miðsvæðis þar sem samgöngur séu helsti vistþátturinn. Því sé betra að vera miðsvæðis heldur en í útjaðri borgarinnar til að ferðatími sé styttri. Magnús segir að nú sé unnið að því að búa til kynningarefni og sé stefnt á að vera með sýningu á Hönnunarmars síðar á árinu. „Næsta skref er að kynna okkur betur fyrir almenningi þannig að fólk viti hvað við stöndum fyrir. Við stefnum líka á hópfjármögnun til að geta haldið áfram starfinu því nú erum við bara að vinna á örlitlum styrkjum,“ segir Magnús. Hann segir að kynningarefnið verði ekki miðað við ákveðnar lóðir í borginni heldur gangi það meira út á það að kynna hugmyndafræðina á bak við bíllausa hverfið. Magnús segir að allir séu velkomnir á stofnfund félagsins á laugardag og að skráning stofnfélaga standi nú yfir á netinu. Nánari upplýsingar má nálgast hér.Tilkynning vegna stofnfundarins:Stofnfundur byggingarfélags samtaka um bíllausan lífsstíl verður haldinn laugardaginn 19. janúar 2019 kl. 14:30 í Norræna húsinu.Byggingarfélag samtaka um bíllausan lífsstíl hefur þróað skipulag oghúsa- og íbúðagerðir sem ná miklum þéttleika á fáum hæðum með því að takmarka forgang bifreiða.Markmið félagsins er að fá reiti miðsvæðis og byggja á þeim á þessum forsendum. Verkefnið mun auka fjölbreytni á markaði og býður fram nýjan valkost í takt við kröfur nútímans. Í hverfinu verður hreinna loft, kyrrð og öryggi og fjölbreyttur ferðamáti verður forsenda nærverslunar og menningarlegrar fjölbreytni.Hverfið verður gróður- og veðursælt og mun hafa lágt kolefnisspor bæði í byggingu og rekstri auk þess sem álag á vegakerfi borgarinnar verður takmarkað. Hverfið mun vekja athygli ferðamanna og áhugamanna um bætta mannvist um allan heim.Byggingarfélagið var 3 stigum (af 100) frá því að fá úthlutað byggingarreit við Sjómannaskólann í fyrra og mun kynna sína sýn og hönnun á Hönnunarmars 2019.
Húsnæðismál HönnunarMars Tíska og hönnun Tengdar fréttir Bíllaus fagna tíu ára starfi Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælisaðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð 17. september 2018 06:00 Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Bíllaus fagna tíu ára starfi Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælisaðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna, segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoð 17. september 2018 06:00
Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15