Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2019 16:12 Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. Fréttablaðið/Stefán Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið. Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið.
Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36
Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00