Landsréttur hafnar beiðni Valitor Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 10:36 Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. VÍSIR/STEFÁN Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. Forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. Því mati hafnaði Valitor og fór fram á nýtt mat, sem var hafnað í héraðsdómi sem fyrr segir. Aðstandendur félaganna tveggja segja í tilkynningu til fjölmiðla að um mikilvægan áfangasigur sé að ræða. Með úrskurði Landsréttar hefjist „lokasókn félaganna“ í málaferlunum gegn Valitor. Þar að auki sé með dómi Landsréttar „endanlega búið að ramma inn umfang tjónsins,“ það er fjárhæð skaðabótakröfunnar í málinu. Valitor hefur ætíð mótmælt skaðabótakröfunni, sér í lagi upphæð hennar. Sagði Valitor til að mynda að SPP hafi „aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu,“ í tilkynningu sem send var fjölmiðlum fyrr á þessu ári. Aðstandendur SPP og Datacell telja ekkert því til fyrirstöðu að aðalmeðferð í málinu hefjist í haust. Tengdar fréttir Valitor vill nýtt mat á tjóni Wikileaks 27. apríl 2017 07:00 Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir. 11. júlí 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. Forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. Því mati hafnaði Valitor og fór fram á nýtt mat, sem var hafnað í héraðsdómi sem fyrr segir. Aðstandendur félaganna tveggja segja í tilkynningu til fjölmiðla að um mikilvægan áfangasigur sé að ræða. Með úrskurði Landsréttar hefjist „lokasókn félaganna“ í málaferlunum gegn Valitor. Þar að auki sé með dómi Landsréttar „endanlega búið að ramma inn umfang tjónsins,“ það er fjárhæð skaðabótakröfunnar í málinu. Valitor hefur ætíð mótmælt skaðabótakröfunni, sér í lagi upphæð hennar. Sagði Valitor til að mynda að SPP hafi „aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu,“ í tilkynningu sem send var fjölmiðlum fyrr á þessu ári. Aðstandendur SPP og Datacell telja ekkert því til fyrirstöðu að aðalmeðferð í málinu hefjist í haust.
Tengdar fréttir Valitor vill nýtt mat á tjóni Wikileaks 27. apríl 2017 07:00 Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir. 11. júlí 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir. 11. júlí 2018 06:00
Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00
Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00