Arion sendir frá sér afkomuviðvörun vegna Valitor-dóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 18:57 Valitor er í söluferli. Fréttablaðið/Eyþór Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. Greiðslukortafyrirtækið Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. „Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms í máli gegn Valitor verða áhrif óreglulegra liða á afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 neikvæð um samtals 1,2 milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. „Í samstæðureikningi Arion banka er Valitor flokkað sem starfsemi til sölu. Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að dómurinn muni ekki hafa áhrif á söluferli Valitor auk þess sem að áhrif dómsins á afkomu bankans séu áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við þetta mál. „Um óreglulega liði er að ræða sem hafa ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað Arion banka og eru fjárhagsleg markmið bankans til næstu 3-5 ára óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. Greiðslukortafyrirtækið Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. „Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms í máli gegn Valitor verða áhrif óreglulegra liða á afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 neikvæð um samtals 1,2 milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. „Í samstæðureikningi Arion banka er Valitor flokkað sem starfsemi til sölu. Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að dómurinn muni ekki hafa áhrif á söluferli Valitor auk þess sem að áhrif dómsins á afkomu bankans séu áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við þetta mál. „Um óreglulega liði er að ræða sem hafa ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað Arion banka og eru fjárhagsleg markmið bankans til næstu 3-5 ára óbreytt,“ segir í tilkynningunni.
Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48
Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12