Trump laug og villti á sér heimildir til að komast hærra á Forbes-lista Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 21:30 Trump vísaði meðal annars til velgengni spilavítis í Atlantic-borg til að ýkja auðæfi sín. Spilavítin fóru síðar lóðbeint á hausinn. Vísir/Getty Fyrrverandi blaðamaður tímaritsins Forbes segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hringt í sig, þóst vera stjórnandi hjá fyrirtæki sínu og síðan logið um auðæfi sín til að komast hærra á lista tímaritsins yfir ríkustu Bandaríkjamennina á 9. áratugnum. Hann hefur birt upptökur af símtölunum. Forsaga málsins er sú að Forbes hafði metið auðæfi Trump sem aðeins um fimmtunginn af því sem hann hafði sjálfur fullyrt í viðtölum við tímaritið á lista sínum yfir 400 auðugustu einstaklinga Bandaríkjanna snemma á 9. áratugnum. Trump hafði verið talinn eiga um tvö hundruð milljónir dollara árið 1983. Ári síðar fékk Jonathan Greenberg, sem þá vann við að taka saman listann, símtal frá manni sem sagðist heita John Barron og vera framkvæmdastjóri hjá Trump-fyrirtækinu. Barron vildi gera Greenberg ljóst hversu ríkur Trump væri í raun. Trump hefði tekið yfir eignir sem voru áður í eigu föður hans Fred. Hann ætti því í raun að kallast milljarðamæringur. Barron var hins vegar enginn annar en Trump sjálfur sem vildi þannig koma sér ofar á lista Forbes. Greenberg segir í grein sem hann skrifaði í Washington Post að þegar hann hlustaði á upptökur af þessu símtali og fleirum hafi hann ekki skilið hvernig hann lét blekkjast á sínum tíma. Hann hafi verið fullur efasemda um fullyrðingar Trump og talið sig góðan að hafa ekki látið Trump komast upp með að ýkja verðmæti sitt. Síðar hafi hann hins vegar komist að því að lygarnar hafi verið enn umfangsmeiri en hann hafði grunað á þeim tíma.Hefði ekki átt að komast á listann til að byrja með Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi notað dulnefnið Barron til þess að hafa áhrif á umfjöllun um sjálfan sig á 9. áratugnum. Greenberg hefur hins vegar nú birt hluta af upptökunum við „Barron“. Greenberg segir að nær hver einasti hlutur sem Trump nefndi til að hífa upp matið á auðæfum sínum hafi verið lygi. Þannig hafi faðir hans til dæmis átt eignirnar sem Trump sagði Greenberg að hefðu verið færðir yfir á hann allt til dauðadags. Í raun hafi hann aldrei átt að komast á topp 400 lista Forbes á sínum tíma. Þá hafi auðæfi Trump verið metin á hundrað milljónir dollara. Síðar hafi komið á daginn að þau hafi verið nær fimm milljónum. Trump hafi engu að síður með klækjum og ósannindum komið sér listann þrátt fyrir að engin innistæða væri fyrir því. Randall Lane, ritstjóri hjá Forbes, skrifaði í grein fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum að enginn þeirra rúmlega 1.500 auðkýfinga sem tímaritið hefði raðað á lista sinn hafi verið með slíka þráhyggju um mat á eigin verðmæti og Trump. Greenberg orðar það þannig að ritstjórn Forbes, hann sjálfur þar með talinn, hafi fallið í þá gryfju að Trump að láta digurbarkalegar yfirlýsingar Trump gabba sig til að trúa því að hann væri aðeins að ýkja en ekki að ljúga frá rótum. „Þetta var líkanið sem Trump notaði það sem eftir lifði ferilsins, að segja lygi sem var svo umfangsmikil að fólk trúði því að einhver kjarni hennar þyrfti að vera raunverulegur. Sú aðferð aflaði honum sætis sem hann átti ekki skilið á Forbes-listanum og leiddi til metorða í framtíðinni, fjölmiðlaumfjöllunar og samninga. Á endanum greiddi hún götu hans að forsetaembættinu,“ skrifar Greenberg.Neitaði að birta skattskýrsluna Hvorki Hvíta húsið, Trump-fyrirtækið né Forbes vildi tjá sig um grein Greenberg. Þegar Washington Post fjallaði um hvernig Trump hefði notað dulnefnin John Miller og John Barron til að hringja í blaðamenn í maí 2016 neitaði verðandi forsetinn því. Fyrir kosningarnar lýsti Trump því yfir að auðæfi hans næmu tíu milljörðum dollara. Hann neitaði hins vegar að birta skattskýrslur sínar í trássi við áratugalangar hefðir hjá forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum. Þess má geta að tólf ára gamall sonur Trump heitir Barron. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Fyrrverandi blaðamaður tímaritsins Forbes segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hringt í sig, þóst vera stjórnandi hjá fyrirtæki sínu og síðan logið um auðæfi sín til að komast hærra á lista tímaritsins yfir ríkustu Bandaríkjamennina á 9. áratugnum. Hann hefur birt upptökur af símtölunum. Forsaga málsins er sú að Forbes hafði metið auðæfi Trump sem aðeins um fimmtunginn af því sem hann hafði sjálfur fullyrt í viðtölum við tímaritið á lista sínum yfir 400 auðugustu einstaklinga Bandaríkjanna snemma á 9. áratugnum. Trump hafði verið talinn eiga um tvö hundruð milljónir dollara árið 1983. Ári síðar fékk Jonathan Greenberg, sem þá vann við að taka saman listann, símtal frá manni sem sagðist heita John Barron og vera framkvæmdastjóri hjá Trump-fyrirtækinu. Barron vildi gera Greenberg ljóst hversu ríkur Trump væri í raun. Trump hefði tekið yfir eignir sem voru áður í eigu föður hans Fred. Hann ætti því í raun að kallast milljarðamæringur. Barron var hins vegar enginn annar en Trump sjálfur sem vildi þannig koma sér ofar á lista Forbes. Greenberg segir í grein sem hann skrifaði í Washington Post að þegar hann hlustaði á upptökur af þessu símtali og fleirum hafi hann ekki skilið hvernig hann lét blekkjast á sínum tíma. Hann hafi verið fullur efasemda um fullyrðingar Trump og talið sig góðan að hafa ekki látið Trump komast upp með að ýkja verðmæti sitt. Síðar hafi hann hins vegar komist að því að lygarnar hafi verið enn umfangsmeiri en hann hafði grunað á þeim tíma.Hefði ekki átt að komast á listann til að byrja með Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi notað dulnefnið Barron til þess að hafa áhrif á umfjöllun um sjálfan sig á 9. áratugnum. Greenberg hefur hins vegar nú birt hluta af upptökunum við „Barron“. Greenberg segir að nær hver einasti hlutur sem Trump nefndi til að hífa upp matið á auðæfum sínum hafi verið lygi. Þannig hafi faðir hans til dæmis átt eignirnar sem Trump sagði Greenberg að hefðu verið færðir yfir á hann allt til dauðadags. Í raun hafi hann aldrei átt að komast á topp 400 lista Forbes á sínum tíma. Þá hafi auðæfi Trump verið metin á hundrað milljónir dollara. Síðar hafi komið á daginn að þau hafi verið nær fimm milljónum. Trump hafi engu að síður með klækjum og ósannindum komið sér listann þrátt fyrir að engin innistæða væri fyrir því. Randall Lane, ritstjóri hjá Forbes, skrifaði í grein fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum að enginn þeirra rúmlega 1.500 auðkýfinga sem tímaritið hefði raðað á lista sinn hafi verið með slíka þráhyggju um mat á eigin verðmæti og Trump. Greenberg orðar það þannig að ritstjórn Forbes, hann sjálfur þar með talinn, hafi fallið í þá gryfju að Trump að láta digurbarkalegar yfirlýsingar Trump gabba sig til að trúa því að hann væri aðeins að ýkja en ekki að ljúga frá rótum. „Þetta var líkanið sem Trump notaði það sem eftir lifði ferilsins, að segja lygi sem var svo umfangsmikil að fólk trúði því að einhver kjarni hennar þyrfti að vera raunverulegur. Sú aðferð aflaði honum sætis sem hann átti ekki skilið á Forbes-listanum og leiddi til metorða í framtíðinni, fjölmiðlaumfjöllunar og samninga. Á endanum greiddi hún götu hans að forsetaembættinu,“ skrifar Greenberg.Neitaði að birta skattskýrsluna Hvorki Hvíta húsið, Trump-fyrirtækið né Forbes vildi tjá sig um grein Greenberg. Þegar Washington Post fjallaði um hvernig Trump hefði notað dulnefnin John Miller og John Barron til að hringja í blaðamenn í maí 2016 neitaði verðandi forsetinn því. Fyrir kosningarnar lýsti Trump því yfir að auðæfi hans næmu tíu milljörðum dollara. Hann neitaði hins vegar að birta skattskýrslur sínar í trássi við áratugalangar hefðir hjá forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum. Þess má geta að tólf ára gamall sonur Trump heitir Barron.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent