„Það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. apríl 2018 18:30 Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma. Vísir/ÞÞ Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. Sérstaka bindiskyldan, sem er oft nefnd innflæðishöft, felst í því að þeir sem vilja koma með gjaldeyri til Íslands til að kaupa skuldabréf þurfa að þola að 40 prósent af upphæðinni fer inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að stemma stigu við vaxtamunarviðskiptum. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur varað við afnámi bindiskyldunnar og sagt að hún sé í reynd forsenda sjálfstæðrar peningastefnu. Of dökk mynd teiknuð upp Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að Seðlabankinn hafi dregið upp of dökka mynd af því hvaða afleiðingar það hefði að breyta bindiskyldunni eða draga úr henni. Aðstæður nú séu aðrar og fyrir hrun þegar nær eingöngu skammtímafjárfestar hafi komið til landsins í gegnum svokölluð jöklabréf og afleiðusamninga. „Það sem við erum að horfa á í dag, sem dæmi, er að nær eingöngu langtímafjárfestar komu inn í skuldabréf fyrir setningu innflæðishaftanna. Meðal tími þeirra fjárfestinga var tíu ár en kannski eitt til tvö ár fyrir hrun. Þannig að þetta er gjörbreytt samsetning fjárfesta,“ segir Agnar. Hann nefnir jafnframt núna séu hér erlendir fjárfestar sem vilji vera hluthafar í skráðum íslenskum fyrirtækjum og fjármagna þau. Slíkt hafi ekki verið fyrir hendi fyrir hrun. Þá segir hann að sérstaka bindiskyldan hafi síðan beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja innanlands. „Augljósu áhrifin eru auðvitað þau að vaxtakostnaður, sérstaklega vextir á föstum verðtryggðum lánum til heimila og vaxtaálag á stór fyrirtæki, hefur bæði hækkað eða staðið í stað frá því að Seðlabankinn byrjaði að lækka vexti. Á sama tíma og grunnvextir á markaði hafa fallið hafa kjör heimila og fyrirtækja staðið í stað eða hækkað,“ segir Agnar. Allt of ströng skilyrði Gamma hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að afnema bindiskylduna því fyrirtækið rekur sex milljarða króna skuldabréfasjóð sem sérhæfir sig í óskráðum lánveitingum, einkum til smærri fyrirtækja. „Það er gríðarlega mikil eftirspurn eftir lánveitingum hjá innlendum fyrirtækjum og eins og staðan er hjá okkur þá getum við bara aðeins veitt mjög takmarkaðan hluta af þeim lánum sem við hefðum áhuga á að veita vegna þess að það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi. Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á því að fjármagna íslensk fyrirtæki í gegnum skuldabréfasjóði en útfærsla bindiskilyrðanna (í sérstöku bindiskyldunni innsk.blm) er svo stíf og svo ströng að það getur enginn erlendur aðili tekið þátt í því,“ segir Agnar. En hvað vill Agnar segja við þá sem telja að hann hafi bara eigin hagsmuni að leiðarljósi í þessari umræðu? „Ég hef nú í meira en tíu ár barist fyrir bættri vaxtastefnu hjá Seðlabankanum og ég hef ekki alltaf haft beina hagsmuni af því. Ég tel að þær röksemdir sem ég hef fært fyrir þessu eigi að gilda óháð því hvort við högnumst af lægri vöxtum á Íslandi,“ segir Agnar. Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að svokölluð sérstök bindiskylda Seðlabankans hafi beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja hér á landi. Hann segir að aðstæður á Íslandi séu allt aðrar en fyrir hrun og útlendingar vilji fjárfesta á Íslandi til langs tíma. Sérstaka bindiskyldan, sem er oft nefnd innflæðishöft, felst í því að þeir sem vilja koma með gjaldeyri til Íslands til að kaupa skuldabréf þurfa að þola að 40 prósent af upphæðinni fer inn á vaxtalausan reikning í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að stemma stigu við vaxtamunarviðskiptum. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur varað við afnámi bindiskyldunnar og sagt að hún sé í reynd forsenda sjálfstæðrar peningastefnu. Of dökk mynd teiknuð upp Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma, segir að Seðlabankinn hafi dregið upp of dökka mynd af því hvaða afleiðingar það hefði að breyta bindiskyldunni eða draga úr henni. Aðstæður nú séu aðrar og fyrir hrun þegar nær eingöngu skammtímafjárfestar hafi komið til landsins í gegnum svokölluð jöklabréf og afleiðusamninga. „Það sem við erum að horfa á í dag, sem dæmi, er að nær eingöngu langtímafjárfestar komu inn í skuldabréf fyrir setningu innflæðishaftanna. Meðal tími þeirra fjárfestinga var tíu ár en kannski eitt til tvö ár fyrir hrun. Þannig að þetta er gjörbreytt samsetning fjárfesta,“ segir Agnar. Hann nefnir jafnframt núna séu hér erlendir fjárfestar sem vilji vera hluthafar í skráðum íslenskum fyrirtækjum og fjármagna þau. Slíkt hafi ekki verið fyrir hendi fyrir hrun. Þá segir hann að sérstaka bindiskyldan hafi síðan beinlínis leitt til hærri vaxta til heimila og fyrirtækja innanlands. „Augljósu áhrifin eru auðvitað þau að vaxtakostnaður, sérstaklega vextir á föstum verðtryggðum lánum til heimila og vaxtaálag á stór fyrirtæki, hefur bæði hækkað eða staðið í stað frá því að Seðlabankinn byrjaði að lækka vexti. Á sama tíma og grunnvextir á markaði hafa fallið hafa kjör heimila og fyrirtækja staðið í stað eða hækkað,“ segir Agnar. Allt of ströng skilyrði Gamma hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að afnema bindiskylduna því fyrirtækið rekur sex milljarða króna skuldabréfasjóð sem sérhæfir sig í óskráðum lánveitingum, einkum til smærri fyrirtækja. „Það er gríðarlega mikil eftirspurn eftir lánveitingum hjá innlendum fyrirtækjum og eins og staðan er hjá okkur þá getum við bara aðeins veitt mjög takmarkaðan hluta af þeim lánum sem við hefðum áhuga á að veita vegna þess að það er einfaldlega skortur á fjármagni á Íslandi. Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á því að fjármagna íslensk fyrirtæki í gegnum skuldabréfasjóði en útfærsla bindiskilyrðanna (í sérstöku bindiskyldunni innsk.blm) er svo stíf og svo ströng að það getur enginn erlendur aðili tekið þátt í því,“ segir Agnar. En hvað vill Agnar segja við þá sem telja að hann hafi bara eigin hagsmuni að leiðarljósi í þessari umræðu? „Ég hef nú í meira en tíu ár barist fyrir bættri vaxtastefnu hjá Seðlabankanum og ég hef ekki alltaf haft beina hagsmuni af því. Ég tel að þær röksemdir sem ég hef fært fyrir þessu eigi að gilda óháð því hvort við högnumst af lægri vöxtum á Íslandi,“ segir Agnar.
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira