Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð.
Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5.
Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.
Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors
Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq
— NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018
Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni.
Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017.
Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.
LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT
— NBA (@NBA) November 30, 2018
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119)
Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96
Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133