Túrbóleikur í Toronto þar sem 51 stig frá Kevin Durant dugði ekki Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant og Kawhi Leonard voru stigahæstu menn vallarins í nótt. Vísir/Getty 51 stig frá sjóðheitum Kevin Durant dugði NBA-meisturum Golden State Warriors sem töpuðu á móti toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn leik og endaði taphrinu sína.Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð. Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5. Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq — NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni. Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017. Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.LeBron James átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers liðið endaði tveggja leikja taphrinu með 104-96 heimasigri á Indiana Pacers. James var með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Næststigahæsti leikmaður Lakers var Brandon Ingram með 14 stig. Domantas Sabonis var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Indiana-liðið.LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT — NBA (@NBA) November 30, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119) Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133 NBA Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
51 stig frá sjóðheitum Kevin Durant dugði NBA-meisturum Golden State Warriors sem töpuðu á móti toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn leik og endaði taphrinu sína.Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð. Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5. Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq — NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni. Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017. Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.LeBron James átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers liðið endaði tveggja leikja taphrinu með 104-96 heimasigri á Indiana Pacers. James var með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Næststigahæsti leikmaður Lakers var Brandon Ingram með 14 stig. Domantas Sabonis var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Indiana-liðið.LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT — NBA (@NBA) November 30, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119) Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133
NBA Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira