Túrbóleikur í Toronto þar sem 51 stig frá Kevin Durant dugði ekki Golden State Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant og Kawhi Leonard voru stigahæstu menn vallarins í nótt. Vísir/Getty 51 stig frá sjóðheitum Kevin Durant dugði NBA-meisturum Golden State Warriors sem töpuðu á móti toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn leik og endaði taphrinu sína.Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð. Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5. Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq — NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni. Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017. Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.LeBron James átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers liðið endaði tveggja leikja taphrinu með 104-96 heimasigri á Indiana Pacers. James var með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Næststigahæsti leikmaður Lakers var Brandon Ingram með 14 stig. Domantas Sabonis var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Indiana-liðið.LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT — NBA (@NBA) November 30, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119) Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
51 stig frá sjóðheitum Kevin Durant dugði NBA-meisturum Golden State Warriors sem töpuðu á móti toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Lakers vann sinn leik og endaði taphrinu sína.Kawhi Leonard skoraði 37 stig fyrir Toronto Raptors í 131-128 sigri á Golden State Warriors í framlengdum leik í Toronto en þetta var sjöundi sigur Toronto-liðsins í röð. Kyle Lowry hélt hann væri búinn að tryggja Toronto sigurinn þegar hann kom liðinu í 119-113 með þriggja stiga körfu 55 sekúndum fyrir leikslok en Kevin Durant kom leiknum í framlengingu með tveimur þristum. Toronto var hinsvegar sterkara á svellinu í framlengingunni og vann hana 12-5. Kevin Durant skoraði 51 stig í leiknum auk þess að taka 11 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 23 stig og Svíinn Jonas Jerebko kom með 20 stig inn af bekknum. Jonas Jerebko skoraði 16 af 20 stigum sínum í fjórða leikhlutanum eða framlengingunni.Congratulations to #GLeagueAlum Pascal Siakam (@pskills43) on scoring an @NBA CAREER-HIGH 26 PTS on 8-of-10 shooting from the field for the @Raptors Siakam was the 2016 @WACsports P.O.Y with @NMStateMBB and won the 2017 #NBAGLeague Finals MVP Award with @Raptors905pic.twitter.com/DRu4bJt6Uq — NBA G League (@nbagleague) November 30, 2018Pascal Siakam setti nýtt persónulegt met með 26 stigum, Kyle Lowry var með 10 stig og 12 stoðsendingar, Serge Ibaka skoraði 20 stig og Danny Green bætti við 13 stigum fyrir Raptors-liðið sem hafði fyrir leikinn tapað átta síðustu leikjum sínum á móti Golden State. Toronto hefur unnið 19 af 23 leikjum sínum á tímabilinu sem er langbesti árangurinn í allri deildinni. Kevin Durant hefur nú í fyrsta sinn á ferlinum skorað yfir 40 stig í þremur leikjum í röð en hann var með 41 stig og 44 stig í leikjunum á undan. Síðastur á undan honum til að afreka slíkt í NBA-deildinni var Russell Westbrook í febrúar-mars 2017. Stephen Curry missti af ellefta leiknum í röð vegna nárameiðsla en hann á að snúa aftur á laugardaginn á móti Detroit Pistons.LeBron James átti frábæran leik þegar Los Angeles Lakers liðið endaði tveggja leikja taphrinu með 104-96 heimasigri á Indiana Pacers. James var með 38 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Næststigahæsti leikmaður Lakers var Brandon Ingram með 14 stig. Domantas Sabonis var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Indiana-liðið.LeBron James posts 38 PTS, 9 REB, 7 AST to guide the @Lakers over IND at home! #LakeShowpic.twitter.com/YE1UAtELBT — NBA (@NBA) November 30, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Golden State Warriors 131-128 (119-119) Los Angeles Lakers - Indiana Pacers 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Clippers 121-133
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira