Guðjón Valur með tvöþúsund mörk í bestu deild í heimi og fær sæti í fámennum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar einu af 2010 mörkum sínum í þýsku deildinni. Vísir/Getty Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk Handbolti Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Íslenski landsliðsfyrirliðinn náði sögulegu takmarki í þýsku bundesligunni í handbolta á dögunum. Íslenski handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson er nú kominn í hóp fárra handboltamanna sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk í sterkustu deild í heimi. Guðjón Valur er að spila sitt fimmtánda tímabil í deildinni en hann hefur nú skorað 2010 mörk í 439 leikjum í þýsku bundesligunni í handbolta. Guðjón Valur hefur skorað 48 mörk á þessu tímabili en hann þurfti 38 mörk til að rjúfa tvö þúsund marka múrinn. Fyrir þetta tímabil höfðu aðeins sjö leikmenn náð því að skora tvö þúsund mörk í þýsku deildinni en á þessari leiktíð hafa bæði Guðjón Valur og hinn íslensk ættaði Dani Hans Lindberg bæst í hópinn. Hans Lindberg hefur leikið í deildinni samfellt frá 2007 en hann er nú kominn með 2007 mörk í 327 leik. Lindberg hefur skorað 50 mörk í 9 leikjum með Füchse Berlin á þessu tímabili. Guðjón Valur kom fyrst inn í þýsku bundesliguna árið 2001 þegar hann samdi við TUSEM Essen. Hann hefur síðan spilað með VfL Gummersbach (2005-2008), Rhein-Neckar Löwen (2008-2011, 2016-) og THW Kiel (2012-2014). Guðjón Valur skoraði 72 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili í þýsku deildinni, 2001-02, en hækkaði meðalskor sitt upp í 3,8 mörk tímabilið eftir (123 mörk í 32 leikjum). Eftir það hefur hann átt frábæran feril í deildinni en auk þess reynt fyrir sér í Danmörk og á Spáni. Guðjón hefur þrisvar sinnum náð að skora yfir tvö hundruð mörk á tímabili en mest skoraði hann 263 mörk fyrir Gummersbach tímabilið 2005-06 og varð þá markakóngur þýsku deildarinnar. Suður-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin er markahæsti leikmaður allra tíma í þýsku deildinni en hann skoraði 2905 mörk í 406 leikjum frá 1996 til 2008. Daninn Lars Christiansen er í öðru sæti með 2875 mörk og Jochen Fraatz, sem átti metið lengi, er síðan í þriðja sætinu með 2683 mörk. Aðrir sem hafa skorað yfir tvö þúsund mörk eru Martin Schwalb, Christian Schwarzer, Holger Glandorf og Andreas Dörhöfer en það styttist í að Austurríkismaðurinn Robert Weber bætist í hópinn. Volker Zerbe (1977 mörk) og Uwe Gensheimer (1961 mark) vantaði ekki mikið upp á.Alexander Petersson er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í þýsku bundesligunni en hann hefur skorað 1568 mörk í 418 leikjum með HSG Düsseldorf, Großwallstadt, Flensburg-Handewitt, Füchse Berlin og Rhein-Neckar Löwen.Vísir/GettyFlest mörk frá upphafi í þýsku bundesligunni: 1. Yoon Kyung-shin 2905 mörk 2. Lars Christiansen 2875 mörk 3. Jochen Fraatz 2683 mörk 4. Martin Schwalb 2272 mörk 5. Holger Glandorf 2209 mörk 6. Christian Schwarzer 2208 mörk7. Guðjón Valur Sigurðsson 2010 mörk 8. Hans Lindberg 2007 mörk 9. Andreas Dörhöfer 2003 mörk 10. Robert Weber 1986 mörk 11. Volker Zerbe 1977 mörk 12. Uwe Gensheimer 1961 mörk
Handbolti Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira