Fallega Reykjavík fyrir okkur öll Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2018 14:00 Reykjavík á að rúma okkur öll - fólkið sem býr í borginni og ekki síður fólkið sem vill flytja í borgina - sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum. Reykjavík er og á að vera falleg borg þar sem við eigum öll að hafa jöfn tækifæri til lífs og leiks og athafna.Hvað gerir borg fallega? Eitt af því sem gerir Reykjavík fallega er nálægðin við náttúruna. Við sem erum Vinstri græn viljum varðveita þau ómetanlegu verðmæti sem umlykja okkur alls staðar með því m.a. að vernda hinar fjölmörgu náttúruperlur í borgarlandinu. Við viljum stofna víðfeman borgargarð sem teygir sig frá heiðum og út á sundin. Við ætlum að opna nýjar ylstrendur og við ætlum að styðja við sjálfsprottna menningarstarfsemi í öllum hverfunum. Það eru ekki einungis almenningsgarðar, hrein og snyrtileg torg og stræti, list í almannarýminu eða nálægð við náttúruna sem gera borgir fallegar. Það sem glæðir borgir lífi og fegurð er blómlegt og fjölbreytt mannlífið. Borgir sem taka vel á móti fólki og gefa öllum jöfn tækifæri eru fallegar borgir.Jöfnuður er forsenda fallegs mannlífs Við vitum að fólki líður best þegar það er frjálst og óheft - bæði undan kröfum samtímans, staðalmyndum kynjanna og hvers kyns ofbeldi en líka þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu daglega amstri og að ná endum saman. Í því sambandi getur Reykjavík beitt sér sem stærsti vinnustaður landsins og gengið fram með góðu fordæmi, stytt vinnuvikuna og bætt kjör fjölmennra kvennastétta sem starfa við umönnun og menntun í skólum borgarinnar. Borgin á líka að ganga lengra í því að beita gjaldskrám til þess að jafna aðstöðumun fólks. Skilum fjárhagslegum viðsnúningi borgarinnar til skólanna og forgangsröðum fyrir grunnþjónustu og velferð íbúanna. Það á að vera forgangsmál að bæta kjör barnafjölskyldna og þeirra sem búa við kröpp kjör.Borgarbúar eru hreyfiafl Við vitum líka að fólk þarf að lyfta andanum, bæði í einrúmi og í félagsskap við aðra, sækja söfn og kaffihús, fara í sund og í göngutrúa eða á leikvell eða einfaldlega skjótast til kaupmannsins á horninu. Borgarskipulag sem styður við sjálfbær hverfi, verndar græn svæði og náttúru og fjölbreytta samgöngumáta er forsenda þess að fjölbreytt mannlíf geti blómstrað í borginni. Og allt þetta má gera í Reykjavík. Reykjavík er fólkið sem í henni býr og fólkið sem hana skapar með tilveru sinni, hugviti, væntumþykju og auðvitað líka hversdagsleikanum. Það er fólkið og mannlífið sem gerir Reykjavík fallega. Við Vinstri græn erum ánægð með höfuðborgina okkar og við viljum halda áfram og gera enn betur í Reykjavík. Með ykkur öllum. Gerum Reykjavík Vinstri græna eftir kosningarnar.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík á að rúma okkur öll - fólkið sem býr í borginni og ekki síður fólkið sem vill flytja í borgina - sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum. Reykjavík er og á að vera falleg borg þar sem við eigum öll að hafa jöfn tækifæri til lífs og leiks og athafna.Hvað gerir borg fallega? Eitt af því sem gerir Reykjavík fallega er nálægðin við náttúruna. Við sem erum Vinstri græn viljum varðveita þau ómetanlegu verðmæti sem umlykja okkur alls staðar með því m.a. að vernda hinar fjölmörgu náttúruperlur í borgarlandinu. Við viljum stofna víðfeman borgargarð sem teygir sig frá heiðum og út á sundin. Við ætlum að opna nýjar ylstrendur og við ætlum að styðja við sjálfsprottna menningarstarfsemi í öllum hverfunum. Það eru ekki einungis almenningsgarðar, hrein og snyrtileg torg og stræti, list í almannarýminu eða nálægð við náttúruna sem gera borgir fallegar. Það sem glæðir borgir lífi og fegurð er blómlegt og fjölbreytt mannlífið. Borgir sem taka vel á móti fólki og gefa öllum jöfn tækifæri eru fallegar borgir.Jöfnuður er forsenda fallegs mannlífs Við vitum að fólki líður best þegar það er frjálst og óheft - bæði undan kröfum samtímans, staðalmyndum kynjanna og hvers kyns ofbeldi en líka þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu daglega amstri og að ná endum saman. Í því sambandi getur Reykjavík beitt sér sem stærsti vinnustaður landsins og gengið fram með góðu fordæmi, stytt vinnuvikuna og bætt kjör fjölmennra kvennastétta sem starfa við umönnun og menntun í skólum borgarinnar. Borgin á líka að ganga lengra í því að beita gjaldskrám til þess að jafna aðstöðumun fólks. Skilum fjárhagslegum viðsnúningi borgarinnar til skólanna og forgangsröðum fyrir grunnþjónustu og velferð íbúanna. Það á að vera forgangsmál að bæta kjör barnafjölskyldna og þeirra sem búa við kröpp kjör.Borgarbúar eru hreyfiafl Við vitum líka að fólk þarf að lyfta andanum, bæði í einrúmi og í félagsskap við aðra, sækja söfn og kaffihús, fara í sund og í göngutrúa eða á leikvell eða einfaldlega skjótast til kaupmannsins á horninu. Borgarskipulag sem styður við sjálfbær hverfi, verndar græn svæði og náttúru og fjölbreytta samgöngumáta er forsenda þess að fjölbreytt mannlíf geti blómstrað í borginni. Og allt þetta má gera í Reykjavík. Reykjavík er fólkið sem í henni býr og fólkið sem hana skapar með tilveru sinni, hugviti, væntumþykju og auðvitað líka hversdagsleikanum. Það er fólkið og mannlífið sem gerir Reykjavík fallega. Við Vinstri græn erum ánægð með höfuðborgina okkar og við viljum halda áfram og gera enn betur í Reykjavík. Með ykkur öllum. Gerum Reykjavík Vinstri græna eftir kosningarnar.Höfundur er oddviti Vinstri grænna í komandi borgarstjórnarkosningum.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun