Ferðamenn heita ábyrgri hegðun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 28. júní 2018 07:00 Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun