Kauphöllin eldrauð og áfram veikist krónan Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 12:34 Íslenska krónan hefur ekki verið veikari í tvö ár. Fréttablaðið/Stefán Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna. Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Það mætti halda að rappsveitin Bæjarins bestu hafi haldið um taumana í Kauphöllinni í dag, því það er rautt á öllum tölum. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 1,52% það sem af er degi og gengi krónunnar hefur veikst. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutabréfaverði í Högum en hluthafar í smásölurisanum hafa mátt horfa upp á 4,76 prósent lækkun bréfa sinna í dag. Lækkunin er rakin til tilkynningar frá félaginu í gær, þar sem greint var frá 708 milljóna hagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs. Á hæla Haga kemur svo Icelandair en bréf í ferðaþjónustufélaginu hafa lækkað um 3,23 prósent í morgun. Fjarskiptafélagið Síminn og tryggingafélagið TM hafa hvort um sig lækkað um rúm 2 prósent en þorri félaga í Kauphöllinni hafa lækkað um á bilinu 1 til 2 prósent það sem af er degi. Hlutabréfaverð í Eimskipum, sem hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu, hefur þannig lækkað um 1,94 prósent í dag. Skipafélagið lækkaði um tæp 13 prósent í gær eftir að hafa lækkað afkomuspá sína fyrir helgi. Alls hefur verðmæti bréfa í Eimskipum lækkað um næstum 30 prósent á þessu ári.Krónan ekki veikari í tvö ár Hlutabréfaverð hefur þó hækkað í einu félagi í dag, útgerðarfélaginu HB Granda. Hækkunin er þó hógvær, eða um 0,83 prósent í 36 milljón króna viðskiptum. Íslenska krónan hefur einnig mátt muna fífil sinn fegurri. Frá því í septemberbyrjun hefur krónan veikst um 12 prósent gagnvart evru og rúm 12 prósent gagnvart bandaríska dalnum. Er nú svo komið að evran kostar næstum 138 krónur og Bandaríkjadalurinn um 121 krónu. Er nú svo komið að gengi krónunnar hefur ekki verið lægra í tvö ár. Ætla má að fjöldi þátta spili rullu í þessari þróun. Alþjóðahlutabréfamarkaðir hafa barist við lækkanir undanfarnar vikur, eins og Vísir greindi frá á föstudag, og þá sendi Arion banki frá sér sótsvarta skýrslu í gær um framtíðarhorfur íslensks efnahagslífs. Svo virðist sem hagkerfið sé að snöggkólna.
Íslenska krónan Tengdar fréttir „Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00 Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“ Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar. 29. október 2018 17:00
Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. 26. október 2018 15:07