ÍBV og ÍR hefja leik klukkan 18.30 en sá leikur verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikur FH og Aftureldingar hefst síðan klukkan 19.30.
Leikir kvöldsins verða síðan gerðir upp í Seinni bylgjunni klukkan 15.15 á morgun eða fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara Vals á móti Haukum á Hlíðarenda.
Seinni bylgjan fór yfir öll einvígin fjögur í sérstökum þætti um úrslitakeppnina í gærkvöldi.
Tómas Þór Þórðarson fór þá yfir einvígin með þeim Gunnari Berg Viktorssyni og Andra Berg Haraldssyni. Hér fyrir neðan má sjá það sem þeir sögðu um einvígi ÍBV-ÍR og einvígi FH og Aftureldingar.
Einvígi ÍBV og ÍR (Liðin í 1. og 8. sæti):