Mikil dramatík var undir lokin en Hossler hafði eins höggs forystu fyrir síðustu holuna á 19 höggum undir pari. Poulter varð að setja niður tæplega sex metra pútt fyrir fugli til að koma sér í bráðabana. Það tókst eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan.
Í bráðabananum urðu Poulter ekki á nein mistök á meðan að Hossler sló í vatn og fór holuna á sjö höggum. Poulter fékk hins vegar par og tryggði sér þar með sigur á mótinu. Jordan Spieth og Emiliano Grillo voru jafnir í þriðja sæti á 16 höggum undir pari.