Lokahringur ANA Inspiration mótsins fór fram í gær en um er að ræða fyrsta risamót ársins í kvennagolfinu. Lokahringurinn var gífurlega spennandi en ekki tókst að ljúka mótinu í gær eins og til stóð þar sem úrslitin ráðast í bráðabana og ekki var hægt að ljúka honum í gær vegna myrkurs.
Eftir standa þær Pernilla Lindberg og Inbee Park og munu þær há lokabaráttuna í dag. Bráðabaninn hefst klukkan 15 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Munu þær hefja leik á 10.holu, þaðan verður farið á 17.holu áður en þær leika 18.holuna aftur.
Úrslitin í fyrsta risamóti ársins ráðast í frestuðum bráðabana
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

