Kerfisvilla Hörður Ægisson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Margt leggst á eitt þessa dagana við að draga úr skilvirkni markaðarins. Afleiðingin birtist okkur í hærri vaxtakostnaði en ella fyrir heimili og atvinnulífið. Hvað veldur? Orsakirnar eru margþættar en einsleitur fjárfestahópur á fjármálamörkuðum, sem samanstendur nær einvörðungu af lífeyrissjóðum sem horfa núna út fyrir landsteinana, ræður þar hvað mestu um. Einkafjárfestar hafa kosið að standa við hliðarlínuna og innflæði erlends fjármagns hefur verið hverfandi eftir að sett voru á innflæðishöft. Þetta er ekki góð staða. Þótt ákvörðun Seðlabankans um að losa um höftin hafi verið tímabær þá breytir hún litlu fyrir stóru myndina – skort á fjárfestum og fjármagni. Bankinn ætti að afnema höftin sem fyrst. Engin vá er fyrir dyrum fái erlendir aðilar að fjárfesta haftalaust í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja við núverandi aðstæður. Ísland þarf á auknu innflæði erlends fjármagns að halda, sem er forsenda hagvaxtar sem byggist á fjárfestingu, ekki hvað síst núna þegar útlit er fyrir að krónuskortur sé að gera vart við sig í bankakerfinu. Lausafjáreignir bankanna í krónum hafa dregist saman, meðal annars vegna arðgreiðslna og talsverðrar aukningar í útlánum, um liðlega fjórðung frá áramótum. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagðist í samtali við Markaðinn í vikunni „óttast að við gætum siglt inn í peningalegt aðhald sem er mun meira en stýrivextir Seðlabankans einir og sér gefa til kynna. Að við sköpum hér ástand þar sem myndast skortur á krónum sem dregur úr fjárfestingu og kælir hagkerfið mun meira en ástæða er til“. Þótt útlán bankanna hafi vaxið nokkuð – um 15 prósent til fyrirtækja á síðustu tólf mánuðum – þá nema þau aðeins um 100 prósentum af landsframleiðslu. Það er svipuð staða og um síðustu aldamót. Frekari vaxtageta bankanna takmarkast við eigin- og lausafjárkröfur FME. Þegar litið er til þess að eiginfjárhlutfall bankanna er í dag lítið hærra en sem nemur lágmarkskröfum er að óbreyttu ekki útlit fyrir að þeir geti staðið undir stórum hluta þeirra fjárfestinga sem eru áætlaðar á næstu árum. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Svarið blasir ekki við eins og sakir standa. Íslendingar hafa kosið að ganga þjóða hvað lengst við innleiðingu á sérstökum eiginfjáraukum – Ísland er eina landið þar sem bankar þurfa bæði að uppfylla kröfur um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og kerfislegs mikilvægis – og beitt mun meira íþyngjandi aðferðum við útreikning á áhættuvogum til að meta eiginfjárþörf bankanna. Afleiðingin er sú að bankarnir þurfa að binda um þrefalt meira eigið fé heldur en aðrir evrópskir bankar sem aftur veldur því að útlánageta þeirra er minni og vextir hærri. Þær kröfur munu hækka enn frekar í vor þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki verður hækkaður um 0,5 prósentur. Sú ráðstöfun, sem byggist á ákvörðun sem var tekin fyrir meira en ári, skýtur skökku við núna þegar hagkerfið er að kólna. Það standa því fremur rök til þess að lækka þær kröfur og styðja þannig við útlánavöxt bankanna. Séríslenskar aðgerðir – bankaskattur, innflæðishöft og ströngustu eiginfjárkröfur í Evrópu – hafa stuðlað að óskilvirkni á markaði og hærra vaxtastigi. Það þarf að leiðrétta þessa kerfisvillu. Að öðrum kosti kann að vera í vændum harkaleg niðursveifla og enn hærri vextir Seðlabankans. Viljum við fara þá leið? Tæplega. En það er sú staða sem er að teiknast upp sökum ákvarðana embættismanna sem flestir vita að eru líklega að valda meiri skaða en ávinningi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun