Röð „tilviljana“? Sigurður Pétursson skrifar 5. nóvember 2018 07:45 Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kokkalandsliðið Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Þegar heimsmetið var sett í Vatnsdalalsá í ágúst átti sér stað nokkur röð tilviljana sem hér fylgir: kokkur sem hefur tjáð sig svarinn andstæðing fiskeldis er svo „óheppinn“ að fanga eldislax langt fjarri árósum þessar laxveiðiár. Sérfræðingur frá Hafrannsóknastofnun var tilbúnir áður en hann fékk laxinn í hendur til greiningar að koma með ályktanir þess efnis að þetta væri „nú bara toppurinn á ísjakanum.“ Haft var eftir öðrum sérfræðing að líklega kæmi fiskurinn frá Vestfjörðum. Á sama tíma á öðrum stað var kokkalandslið að mæra gæði eldislax og undirbúa sig fyrir þátttöku í móti erlendis þar sem eldislax var helsta afurðin. Einnig stutt frá var fimm manna nefnd (ÚUA) að meta það m.a. hvort kærendur laxeldis ættu raunverulega aðild að málinu enda flestir veiðiréttahafar laxveiðiáa fjarri þeim eldissvæðum sem kærð voru. „Tilviljanir“ ollu því að umræddur kokkur er víst einvaldur í að meta hvaða kokkar fá að taka þátt í heimsmeistaramóti (Bocuse d’Or) matreiðslumanna. Áin sem umræddur eldislax var fangaður er í eigu Óttars Yngvasonar lögmanns og Íslandsmeistara í kærum á hendur fiskeldismönnum. Afleiðingin leiddi til uppþota innan kokkalandsliðsins og ÚUA mat, byggt á umfjöllun í fjölmiðlum, að vegna eldislaxins í Vatnsdalsánni hefðu kærendur hagsmuni að gæta vegna fiskeldis á Vestfjörðum! Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út að ólíklegt sé að ókynþroska eldislax geti verið veiddur í miðri ferskvatnsá. Einnig hafa þeir útskýrt að þeir eldislaxar (búið að greina 4 laxa) sem veiddir hafa verið við Ísland hafa enn ekki verið upprunagreindir þ.e.a.s. óvíst hvaðan þeir hafa komið. Bara til samanbuðar þá munar ekki svo mikilli fjarlægð frá Vatnsdalnum til suðurfjarða Vestfjarða eða til heimsmeistara laxeldis í Færeyjum. Það er alltaf sætt þegar sannleikurinn kemur fram og ég leyfi mér að birta hluta úr nýrri yfirlýsingu íslenska kokkalandsliðsins: „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar