Birgir Leifur áfram á lokaúrtökumótið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 15:10 Birgir Leifur Hafþórsson. getty Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina. Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari. Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari. Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar. Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur. Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu. Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu. Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina. Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari. Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari. Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar. Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur. Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu. Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu. Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira