Valdís Þóra Jónsdóttir kláraði fyrsta hringinn á opna ástralska mótinu í golfi í morgun á pari vallarins en Ólafía Þórunn Jónsdóttir spilaði á tveimur yfir pari á sama móti í nótt.
Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og eru bæði Ólafía og Valdís Þóra með og var það Skagamærin sem spilaði betur á fyrsta hring.
Valdís Þóra var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu þar sem hún fékk einn fugl og tvo skolla en á seinni níu upphófst mikill fuglasöngur.
Valdís fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holunum á seinni hluta vallarins og var tveimur höggum undir pari þegar hún mætti á 17. holuna eftir að para þrjár í röð.
Skagamætin fékk þá skramba eða tvo yfir pari og paraði svo síðustu holuna. Hún lék því holurnar 18 á fyrsta hring á 72 höggum eða pari vallarins.
Skrambans ólukka hjá Valdísi undir lokin

Tengdar fréttir

Ólafía tveimur yfir pari í Ástralíu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fimm skolla´a fyrsta hring.