Af kennurum, græðgi og vanrækslu Hjördís Albertsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 10:46 Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Menntamál hafa verið í brennidepli undanfarna daga og nokkur umræða sprottið upp í kjölfarið. Það er gott. Umræðan er nauðsynleg og þarf að halda áfram, hana þarf að dýpka og tálga. Það er því tilvalið að byrja á því að taka til skoðunar fullyrðingu sem hefur að minnsta kosti í tvígang verið haldið á lofti síðustu daga. Því hefur verið haldið fram að útkoma íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburði sýni að of lítil orka hafi farið í innviði og skólastarf og of mikil orka í kjarabaráttu kennara. Gefið er í skyn að kennarar séu upp til hópa svo uppteknir af því að skara eld að kökum sínum að þeir séu farnir að vanrækja starfsskyldur sínar. Það er rétt að kjarabarátta hefur einkennt kennara áratugum saman. Í raun hefur kjarabarátta einkennt íslenskan vinnumarkað alla mína ævi. Því skal þó haldið rækilega til haga að í þessu tilfelli (hér er aðallega verið að tala um grunnskólakennara) er alrangt að kjaramál hafi verið óeðlilega fyrirferðarmikil eða að þau hafi stolið athygli kennara frá kennslu og skólaþróun. Sá sem heldur slíku fram hefur einfaldlega ekki fylgst með. Árið 2004 voru sett lög á kjarabaráttu grunnskólakennara. Í tæpan áratug eftir það heyrðist ekki múkk í kennurum um kjaramál. Árum saman mættu kennarar til vinnu og unnu vinnuna sína án þess að skipta sér verulega af samningamálum. Á sama tíma fór grunnskólakerfinu að blæða út og glitta fór í mögulegan kennaraskort (sem er nú orðinn augljós og næstum óumflýjanlegur). Eins fóru að sjást sannindamerki þess að lesskilningi færi aftur og að skólinn ætti í vandræðum með að sinna nemendum af erlendum uppruna. Kjarabarátta grunnskólakennara varð í raun fyrst verulega áberandi síðasta vetur. Þá gekk fjöldi kennara á fund sveitarstjórnarmanna og afhenti þeim undirskriftalista með nöfnum nær allra kennara á landinu. Undirskriftunum fylgdi síðan ályktun. Ályktunin var sú að það væri öllum orðið ljóst að grunnskólakerfið lægi undir skemmdum, væri ekki samkeppninshæft um nauðsynlegt starfsfólk og að mikil alvara blasti við. Kennarar skrifuðu undir það að þeir hefðu í raun aðeins tvo kosti. Að halda áfram að yfirgefa skólana eða berjast fyrir þeim. Aðgerðirnar væru tilraun til þess síðarnefnda. Kjarabarátta kennara síðasta vetur snerist sem sagt um það að reyna að vekja sveitarfélög upp úr þeim kæruleysisdoða sem einkennt hefur þau og stuðlað hefur að kerfi sem brátt verður ósjálfbært og stórskaddað. Kjarabarátta kennara snerist um að auka meðvitund almennings um að eitthvað stórkostlega mikið væri að í grunnskólakerfinu. Það er algjörlega fráleitt að gefa í skyn að kennarar hafi í eiginhagsmunaskyni vanrækt störf sín vegna kjarabaráttu. Hið alvarlega ástand sem nú hefur skapast og mun verða erfiðara hefur þróast á þeim tíma sem kjarabarátta kennara hefur verið í sögulegu lágmarki. Sú kjarabarátta sem þó hefur farið fram hefur snúist um að afhjúpa hina alvarlegu stöðu sem allt of margir hafa horft á blindum augum. Í þessum málum er það alls ekki svo að engar fréttir séu góðar fréttir. Líklega væri ástandið skárra ef meiri kjarabarátta hefði átt sér stað á síðustu árum en ekki minni.Höfundur er umsjónarkennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun