Jabbar eyðir umræðunni um besta leikmann sögunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 12:00 Jabbar átti glæsilegan feril í NBA vísir/getty Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar. NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Vinsælt þrætuepli meðal körfuknattleiksáhugamanna er umræðan um besta leikmann í sögu NBA deildarinnar og keppast menn oft við að bera saman frábæra leikmenn frá ólíkum tímum. Einn þeirra sem stundum kemst að í umræðunni er goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar sem lék í deildinni frá 1969-1989 og gerði garðinn frægan, fyrst með Milwaukee Bucks og síðar með Los Angeles Lakers. Hann er stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar og varð sex sinnum NBA meistari; einu sinni með Bucks og fimm sinnum með Lakers. Um það leyti sem Jabbar var að kveðja sviðið í NBA var maður að nafni Michael Jordan að taka yfir deildina og er hann vanalega fljótt nefndur í umræðunni um besta leikmann sögunnar. Þá vilja margir meina að framganga LeBron James á undanförnum árum eigi að koma honum í þessa umræðu. Jabbar fylgist enn vel með boltanum og er í viðtali við The Undefeated á ESPN þar sem hann segir það vera ómögulegt að bera saman leikmenn frá mismunandi tímum. „Þessar umræður um besta leikmenn sögunnar (e.GOAT) eru ekkert annað en skemmtilegar pælingar þegar maður situr og bíður eftir pizzunni sinni. Þetta er eins og að ræða um hvaða ofurkraft maður myndi helst vilja hafa; geta flogið eða verið ósýnilegur?“ „Mér er sama hvort ég sé nefndur í þessari umræðu. Ég spilaði alltaf eins vel og ég gat og reyndi að hjálpa liðsfélögum mínum. Það er það mikilvægasta þegar maður lítur til baka.“ „Það er ekki hægt að tala um neinn sem besta leikmann sögunnar því allir leikmenn spila undir einstökum kringumstæðum. Við spilum mismunandi leikstöður, við mismunandi reglur, með mismunandi samherjum og undir mismunandi þjálfurum. Hver og einn þarf að aðlagast sínum kringumstæðum og finna leið til að ná sínu bestu fram,“ segir Jabbar. Spenntur fyrir LeBron í LakersJabbar er í miklum metum hjá stuðningsmönnum LA Lakers eftir glæstan fjórtán ára feril hjá félaginu og hann kveðst spenntur fyrir komu LeBron James í borg englanna. „LeBron er einn kraftmesti leikmaður í sögu NBA og einn af stærstu karakterunum. Hann er ekki bara frábær leikmaður heldur er hann líka skemmtikraftur (e.showman).“ „Það er ekkert leyndarmál að Lakers hefur verið í vandræðum á undanförnum árum og vantað mikið upp á til að keppa um titil. LeBron gæti verið rétti maðurinn til að leiða liðið í rétta átt,“ segir Jabbar.
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira