Ráðherra saknar virkrar samkeppni í raforkusölu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 11:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00