DR fækkar starfsfólki, sjónvarps- og útvarpsstöðvum Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2018 10:02 Höfuðstöðvar danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn. Mynd/Wikipedia Commons Starfsfólki Danska ríkisútvarpsins (DR) mun fækka um fjögur hundruð, sjónvarpsstöðvum verður fækkað úr sex í þrjár og rekstri þriggja útvarpsstöðva verður hætt. Niðurskurðartillögur DR voru kynntar í morgun en með tillögunum er vonast til að hægt verði hægt að spara 420 milljónir danskra króna, um 7,2 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Í frétt á vef DR kemur fram að búast megi við miklum breytingum á rekstri DR á næstu fimm árum þegar stofnuninni er ætlað að skera niður í rekstri sínum um 20 prósent.Sjónvarps- og útvarpsstöðvum DR fækka Þetta hafi meðal annars í för með sér að sex sjónvarpsstöðvar DR verði þrjár. Einungis verði hægt að streyma DR3 og DR Ultra frá árinu 2020, auk þess að DR2 og DR K verði sameinaðar í eina stöð þar sem áhersla verði lögð á samfélagsleg málefni og menningu. Þá stendur til að fækka útvarpsstöðvum úr átta í fimm. Þannig verði P6 Beat, P7 Mix og P8 Jazz lagðar niður. Loks stendur til að fækka starfsfólki um milli 375 og 400. 25 yfirmannsstöður verða lagðar niður. Fjölmiðlar Norðurlönd Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsfólki Danska ríkisútvarpsins (DR) mun fækka um fjögur hundruð, sjónvarpsstöðvum verður fækkað úr sex í þrjár og rekstri þriggja útvarpsstöðva verður hætt. Niðurskurðartillögur DR voru kynntar í morgun en með tillögunum er vonast til að hægt verði hægt að spara 420 milljónir danskra króna, um 7,2 milljarða íslenskra króna, á næstu þremur árum. Í frétt á vef DR kemur fram að búast megi við miklum breytingum á rekstri DR á næstu fimm árum þegar stofnuninni er ætlað að skera niður í rekstri sínum um 20 prósent.Sjónvarps- og útvarpsstöðvum DR fækka Þetta hafi meðal annars í för með sér að sex sjónvarpsstöðvar DR verði þrjár. Einungis verði hægt að streyma DR3 og DR Ultra frá árinu 2020, auk þess að DR2 og DR K verði sameinaðar í eina stöð þar sem áhersla verði lögð á samfélagsleg málefni og menningu. Þá stendur til að fækka útvarpsstöðvum úr átta í fimm. Þannig verði P6 Beat, P7 Mix og P8 Jazz lagðar niður. Loks stendur til að fækka starfsfólki um milli 375 og 400. 25 yfirmannsstöður verða lagðar niður.
Fjölmiðlar Norðurlönd Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira