Kristján: Hefði gjarnan viljað taka íslenska landsliðið með okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 09:00 Kristján Andrésson. Vísir/Getty Kristján Andrésson, þjálfari sænska landsliðsins, stýrði Svíum til sigurs á Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar og Svíar sáu með því til þess að íslenska landsliðið þurfti að pakka saman og fara heim. Kristján var að sjálfsögðu ekkert að hugsa um örlög íslenska landsliðsins þetta kvöld enda þjálfari sænska liðsins. Það var heldur ekkert að hann ætlaði að „hefna“ tapsins á móti Íslandi í fyrsta leik mótsins með því að henda íslenska liðinu úr keppni. „Síðan fékk ég að vita rétt fyrir leik að Íslendingar hefðu tapað sínum leik við Serba með þremur mörkum svo þá var ljóst að við færum áfram með 4 stig með sigri en 0 stig með tapi. Þegar við höfðum svo unnið og ég áttaði mig á því að Íslendingar færu ekki með okkur hingað til Zagreb þá var það náttúrulega ekkert skemmtilegt,“ sagði Kristján Andrésson í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. „Ég hefði gjarnan viljað taka íslenska landsliðið með okkur, en að sama skapi vorum vuið bara að gera okkar besta fyrir sænska landsliðið og þetta urðu afleiðingarnar af því,“ sagði Kristján. Íslenska liðið komst mest tíu mörkum yfir á móti Svíum í fyrsta leiknum og vann flottan sigur. „Við höfum auðvitað bætt okkar leik á mótinu en að sama skapi þá mættum við frábæru íslensku liði í fyrsta leiknum. Þeir voru ótrúlega klókir í sóknarleiknum og settu okkur í stöður sem við vildum ekki vera í,“ sagði Kristján í fyrrnefndu viðtali. „Við lærðum mjög mikið af þessum leik,“ sagði Kristján en markatala Svía frá því að þeir voru tíu mörkum undir á móti Íslandi er 74-55 eða plús +19. Kristján finnst Geir Sveinsson hafa gert góða hluti með íslenska landsliðið. „Mér finnst Ísland vera lið með mikla möguleika,“ segir Kristján en það má finna allt viðtalið við hann í Morgunblaðinu. NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Sjá meira
Kristján Andrésson, þjálfari sænska landsliðsins, stýrði Svíum til sigurs á Króatíu í lokaleik riðlakeppninnar og Svíar sáu með því til þess að íslenska landsliðið þurfti að pakka saman og fara heim. Kristján var að sjálfsögðu ekkert að hugsa um örlög íslenska landsliðsins þetta kvöld enda þjálfari sænska liðsins. Það var heldur ekkert að hann ætlaði að „hefna“ tapsins á móti Íslandi í fyrsta leik mótsins með því að henda íslenska liðinu úr keppni. „Síðan fékk ég að vita rétt fyrir leik að Íslendingar hefðu tapað sínum leik við Serba með þremur mörkum svo þá var ljóst að við færum áfram með 4 stig með sigri en 0 stig með tapi. Þegar við höfðum svo unnið og ég áttaði mig á því að Íslendingar færu ekki með okkur hingað til Zagreb þá var það náttúrulega ekkert skemmtilegt,“ sagði Kristján Andrésson í samtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu. „Ég hefði gjarnan viljað taka íslenska landsliðið með okkur, en að sama skapi vorum vuið bara að gera okkar besta fyrir sænska landsliðið og þetta urðu afleiðingarnar af því,“ sagði Kristján. Íslenska liðið komst mest tíu mörkum yfir á móti Svíum í fyrsta leiknum og vann flottan sigur. „Við höfum auðvitað bætt okkar leik á mótinu en að sama skapi þá mættum við frábæru íslensku liði í fyrsta leiknum. Þeir voru ótrúlega klókir í sóknarleiknum og settu okkur í stöður sem við vildum ekki vera í,“ sagði Kristján í fyrrnefndu viðtali. „Við lærðum mjög mikið af þessum leik,“ sagði Kristján en markatala Svía frá því að þeir voru tíu mörkum undir á móti Íslandi er 74-55 eða plús +19. Kristján finnst Geir Sveinsson hafa gert góða hluti með íslenska landsliðið. „Mér finnst Ísland vera lið með mikla möguleika,“ segir Kristján en það má finna allt viðtalið við hann í Morgunblaðinu.
NBA Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Sjá meira