Olís-deildarlið Gróttu fékk í dag liðsstyrk er Bjartur Guðmundsson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.
Bjartur kemur til félagsins frá Fram þar sem hann spilaði 22 leiki í Olís-deildinni í fyrra og í þeim leikjum skoraði hann 34 mörk.
„Bjartur er klókur miðjumaður en einnig mjög öflugur varnarmaður og mun koma hans gera mikið fyrir leikmannahóp liðsins,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Gróttu.
Bjartur er kominn með leikheimild með liðinu og mun spila gegn uppeldisfélagi sínu, Vali, á morgun.

