„Ég er næsti Martin Hermannsson“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 18:45 Martin átti enn einn stórleikinn í íslenska landsliðsbúningnum vísir/bára Martin Hermannsson var mjög sáttur eftir eins stigs sigur Íslands á Tékkum í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Íslenska liðið hafði verið yfir með 14 stigum þegar fimm mínútur lifðu af leiknum en töpuðu forystunni niður í eitt stig. „Þetta var sannarlega hörku leikur. Við þurfum eiginlega að finna eitthvað nýtt og stærra lýsingarorð yfir það. Þetta var hrikalega gaman og það er búið að vera hrikalega gaman að spila núna um helgina með þessum strákum. Þú kveður ekki Loga á betri hátt en þetta,“ sagði Martin eftir leikinn, en leikirnir tveir um helgina voru kveðjuleikir Loga Gunnarssonar með landsliðinu. Eins og áður segir misstu strákarnir niður forskot undir lok leiksins og var spennan orðin gríðarleg undir lokin. Flest allir í Laugardalshöllinni voru á nálum, en hvernig leið leikmönnunum? „Það var ekkert stress maður, allir voða rólegir,“ sagði Martin glottandi, en viðurkenndi þó að svo var ekki. „Nei, auðvitað vorum við stressaðir, maður var smá pirraður að hafa ekki klárað leikinn fyrr og gert aðeins betur í lokin.“ „Við erum orðnir það góðir að við erum yfirleitt í stöðu til að vinna í lok leikja og við þurfum bara að læra betur að loka leikjunum og gera út um þá fyrr. En sigur er sigur og hann er ennþá sætari svona.“ „Við vorum mjög góðir, sérstaklega varnarlega. Höldum Tékkum í 75 stigum og Finnum í einhverju svipuðu, og það er eitthvað sem hefur einkennt okkur, brjálaður varnarleikur og að keyra í bakið á þeim. Við hefðum átt að fara yfir 80 stiga múrinn í dag, við skoruðum ekki síðustu mínúturnar, þannig að þetta hefði ekki átt að vera svona tæpt.“ Martin átti enn einu sinni stórleik í íslenska liðinu, hann var með 26 stig og 3 stoðsendingar. Er hann hinn næsti Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður í sögu íslensks körfubolta? „Ég er næsti Martin Hermannsson,“ sagði Martin kátur í bragði. „Mér leið vel um helgina, lappirnar reyndar alveg búnar á því núna. Ég væri alveg til í að vera hinn nýi Jón Arnór, það er alls ekki leiðum að líkjast.“ Sigurinn skiptir miklu máli í riðlinum, en Tékkland hafði ekki tapað leik til þessa. Ísland hélt sér í öðru sæti, jafnir á stigum og Finnar og einu stigi á eftir Tékkum. „Þetta sprengir allt upp. Búlgaríutapið svíður svolítið ennþá, hefði verið frábært ef við hefðum tekið þann leik. En við bara höldum áfram og eigum tvo leiki eftir í þessum riðli.“ Martin sagði ekkert annað koma til greina en að hefna tapsins úti í Búlgaríu. „Ég vona að þjóðin sé orðin jákvæð núna aftur, allir brosandi að hafa gaman og lifa og njóta,“ sagði Martin Hermannsson. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ísland náði að merja sigur á Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag eftir mikla dramatík á síðustu sekúndunum 25. febrúar 2018 18:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Martin Hermannsson var mjög sáttur eftir eins stigs sigur Íslands á Tékkum í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Íslenska liðið hafði verið yfir með 14 stigum þegar fimm mínútur lifðu af leiknum en töpuðu forystunni niður í eitt stig. „Þetta var sannarlega hörku leikur. Við þurfum eiginlega að finna eitthvað nýtt og stærra lýsingarorð yfir það. Þetta var hrikalega gaman og það er búið að vera hrikalega gaman að spila núna um helgina með þessum strákum. Þú kveður ekki Loga á betri hátt en þetta,“ sagði Martin eftir leikinn, en leikirnir tveir um helgina voru kveðjuleikir Loga Gunnarssonar með landsliðinu. Eins og áður segir misstu strákarnir niður forskot undir lok leiksins og var spennan orðin gríðarleg undir lokin. Flest allir í Laugardalshöllinni voru á nálum, en hvernig leið leikmönnunum? „Það var ekkert stress maður, allir voða rólegir,“ sagði Martin glottandi, en viðurkenndi þó að svo var ekki. „Nei, auðvitað vorum við stressaðir, maður var smá pirraður að hafa ekki klárað leikinn fyrr og gert aðeins betur í lokin.“ „Við erum orðnir það góðir að við erum yfirleitt í stöðu til að vinna í lok leikja og við þurfum bara að læra betur að loka leikjunum og gera út um þá fyrr. En sigur er sigur og hann er ennþá sætari svona.“ „Við vorum mjög góðir, sérstaklega varnarlega. Höldum Tékkum í 75 stigum og Finnum í einhverju svipuðu, og það er eitthvað sem hefur einkennt okkur, brjálaður varnarleikur og að keyra í bakið á þeim. Við hefðum átt að fara yfir 80 stiga múrinn í dag, við skoruðum ekki síðustu mínúturnar, þannig að þetta hefði ekki átt að vera svona tæpt.“ Martin átti enn einu sinni stórleik í íslenska liðinu, hann var með 26 stig og 3 stoðsendingar. Er hann hinn næsti Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður í sögu íslensks körfubolta? „Ég er næsti Martin Hermannsson,“ sagði Martin kátur í bragði. „Mér leið vel um helgina, lappirnar reyndar alveg búnar á því núna. Ég væri alveg til í að vera hinn nýi Jón Arnór, það er alls ekki leiðum að líkjast.“ Sigurinn skiptir miklu máli í riðlinum, en Tékkland hafði ekki tapað leik til þessa. Ísland hélt sér í öðru sæti, jafnir á stigum og Finnar og einu stigi á eftir Tékkum. „Þetta sprengir allt upp. Búlgaríutapið svíður svolítið ennþá, hefði verið frábært ef við hefðum tekið þann leik. En við bara höldum áfram og eigum tvo leiki eftir í þessum riðli.“ Martin sagði ekkert annað koma til greina en að hefna tapsins úti í Búlgaríu. „Ég vona að þjóðin sé orðin jákvæð núna aftur, allir brosandi að hafa gaman og lifa og njóta,“ sagði Martin Hermannsson.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ísland náði að merja sigur á Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag eftir mikla dramatík á síðustu sekúndunum 25. febrúar 2018 18:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ísland náði að merja sigur á Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag eftir mikla dramatík á síðustu sekúndunum 25. febrúar 2018 18:30