Viðskipti innlent

Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. Hann virði auðvitað vald stjórnar og horfi fram á veginn.

Tilkynnt var um starfslok Sveins á vef Matís í dag og boðað til starfsmannafundar. Oddur Már Gunnarsson tekur við stöðu forstjóra tímabundið að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, formanns stjórnar Matías.

Sjöfn vildi ekki fara nánar út í það í hverju trúnaðarbresturinn fælist í samtali við Vísi fyrr í dag. Sömu sögu er að segja um Svein sem staddur var í Póllandi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann vísaði á Sjöfn hvað það varðaði.

„Ég veit það ekki. Ég tel í rauninni ekki að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða af minni hálfu sem ætti að hafa þetta í för með sér,“ segir Sveinn. Gengið var frá samkomulagi um starfslok í gær en ákvörðunin er stjórnarinnar að sögn Sveins.

Sveinn segist horfa fram á veginn og gerir ráð fyrir að aðrir geri það sömuleiðis. Verðmæti Matís felist í starfsfólki félagsins og hann sé ekkert ómissandi í þessu samhengi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
48
17.752
ORIGO
0,62
1
292
ISB
0,46
58
89.617
SIMINN
0,3
13
139.484
ICESEA
0,3
2
725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,46
24
170.268
SVN
-0,3
5
1.253
SYN
-0,25
1
598
REGINN
-0,19
1
104
FESTI
-0,12
2
20.476
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.