Hægt að hlaða inn ljósmyndum af notendum á Íslendingabók Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 19:34 Nýja viðmótið er nútímalegra og stílhreinna en hið gamla, að sögn Friðriks. Skjáskot/Íslendingabók Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan. Tækni Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Íslendingabók svipti á dögunum hulunni af nýju útliti vefsíðu sinnar. Nokkrar uppfærslur fylgja nýja útlitinu en notendur geta nú hlaðið inn ljósmyndum af sér og ritað æviágrip inn á vefinn. Friðrik Skúlason, einn af höfundum Íslendingabókar, var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar endurbætta Íslendingabók.Friðrik Skúlason, tölvunarfræðingur.vísir/pjetur„Það sem munar mest um er að fólk getur núna sett inn ljósmyndir af sér og sínum og sett inn æviágrip. Málið er auðvitað það að við höfum tiltölulega litlar upplýsingar, kannski eina tvær setningar um fólk, og fólk langar kannski að hafa þarna inni útdrátt úr ævisögu langafa síns eða eitthvað í þá áttina.“ Notendur uppfæra þannig umræddar upplýsingar sjálfir en geta þó ekki bætt við efni um hvern sem er. „Almenna reglan er sú að fólk getur uppfært upplýsingar um sig sjálft eða forfeður sína sem eru ekki á lífi,“ sagði Friðrik. Að sögn Friðriks eru hundruð manna inni á vef Íslendingabókar á hverjum tímapunkti. Þá gengur umferð um vefinn í sveiflum. Þannig verður iðulega uppsveifla í byrjun desember, sem Friðrik segir að starfsfólk Íslendingabókar kalli „jólakortaverðtíðina“. Ef Íslendingur ratar svo í fjölmiðla verður gjarnan innspýting í leit að viðkomandi. En hvernig kemst maður í Íslendingabók? Friðrik sagði að hver einstaklingur þurfi að uppfylla tvö af þremur skilyrðum til að hægt sé að fletta honum upp í gagnagrunni Íslendingabókar. „Fyrsta skilyrðið er að vera fæddur á Íslandi. Annað skilyrðið er að vera búsettur á Íslandi í umtalsverðan tíma eða umtalsverðan hluta ævi sinnar. Og þriðja skilyrðið er að eiga íslenskan maka, foreldra eða börn sem uppfylla þessi skilyrði.“Hlusta má á viðtalið við Friðrik í heild í spilaranum hér að neðan.
Tækni Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira