Tímavélar Haukur Örn Birgisson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Öll gengum við í grunnskóla, flest í framhaldsskóla og sum í háskóla. Sama hvert skólastigið er, þá eru alltaf nokkrir ákveðnir fastapunktar sem eru órjúfanlegir skólagöngunni. Sá áhugaverðasti er árgangamót eða reunion á ensku. Það er eitthvað svo stórkostlega skrítið við reunion-fyrirbærið að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni félagsfræðinga um allan heim. Grunnskóla-reunion standa þó upp úr, það er alveg á hreinu. Ekki vegna þess hversu skemmtileg þau eru, heldur vegna þess hvaða áhrif þau hafa á alla þá sem mæta. Sé til sönnun fyrir tilvist tímavélarinnar þá má finna hana á þessum merkilegu mannamótum. Algjörlega óháð stöðu í samfélaginu og lífi þeirra almennt, þá breytast gestirnir í sömu 15 ára unglingana og þeir voru nokkrum áratugum áður. Þeir sem voru lúðalegir verða það aftur, gellurnar sem allir strákarnir voru skotnir í öðlast aftur einhvers konar vald yfir sömu (nú) miðaldra strákunum og gaurarnir sem börðu samnemendur sína í frímínútum njóta á ný óttablandinnar virðingar. Maður passar sig ósjálfrátt á því að segja ekkert sem gæti komið þeim úr jafnvægi. Valdamesti maður heims kæmist ekki hjá því að vera skíthræddur við gamla hrottann úr 10. bekk eða stelpuna sem hann þorði ekki að tala við í 8. bekk (og man enn símanúmerið hjá ... eða reyndar foreldrum hennar) – slík eru áhrif árgangamótanna. Tímavélin hrifsar alla um borð, miskunnarlaust. Þó félagsfræðingar eigi enn eftir að rannsaka fyrirbærið, liggja samt nokkrar augljósar niðurstöður fyrir: Um leið og dagskránni lýkur losna allir úr álögunum, konurnar eldast betur en karlarnir og sem betur fer er þetta bara á 10 ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öll gengum við í grunnskóla, flest í framhaldsskóla og sum í háskóla. Sama hvert skólastigið er, þá eru alltaf nokkrir ákveðnir fastapunktar sem eru órjúfanlegir skólagöngunni. Sá áhugaverðasti er árgangamót eða reunion á ensku. Það er eitthvað svo stórkostlega skrítið við reunion-fyrirbærið að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni félagsfræðinga um allan heim. Grunnskóla-reunion standa þó upp úr, það er alveg á hreinu. Ekki vegna þess hversu skemmtileg þau eru, heldur vegna þess hvaða áhrif þau hafa á alla þá sem mæta. Sé til sönnun fyrir tilvist tímavélarinnar þá má finna hana á þessum merkilegu mannamótum. Algjörlega óháð stöðu í samfélaginu og lífi þeirra almennt, þá breytast gestirnir í sömu 15 ára unglingana og þeir voru nokkrum áratugum áður. Þeir sem voru lúðalegir verða það aftur, gellurnar sem allir strákarnir voru skotnir í öðlast aftur einhvers konar vald yfir sömu (nú) miðaldra strákunum og gaurarnir sem börðu samnemendur sína í frímínútum njóta á ný óttablandinnar virðingar. Maður passar sig ósjálfrátt á því að segja ekkert sem gæti komið þeim úr jafnvægi. Valdamesti maður heims kæmist ekki hjá því að vera skíthræddur við gamla hrottann úr 10. bekk eða stelpuna sem hann þorði ekki að tala við í 8. bekk (og man enn símanúmerið hjá ... eða reyndar foreldrum hennar) – slík eru áhrif árgangamótanna. Tímavélin hrifsar alla um borð, miskunnarlaust. Þó félagsfræðingar eigi enn eftir að rannsaka fyrirbærið, liggja samt nokkrar augljósar niðurstöður fyrir: Um leið og dagskránni lýkur losna allir úr álögunum, konurnar eldast betur en karlarnir og sem betur fer er þetta bara á 10 ára fresti.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun