Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 28. ágúst 2018 12:00 Icelandair á meðal annars í harðri samkeppni við WOW air. Vísir/Vilhelm Hlutabréf Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun. Gengi í bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan 2012. Stjórnarformaður félagsins segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, tilkynnti um uppsögn sína í gærkvöldi eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt, hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum og við því axli hann ábyrgð.Úlfur Steindórsson er stjórnarformaður Icelandair Group.Fréttablaðð/GVAEðlileg viðbrögð markaðarins að mati stjórnarformannsins Hlutabréfamarkaðurinn tóku tilkynningu félagins illa við opnun markaða í morgun en lækkun hlutabréfa nam rúmlega 20 prósentum um klukkan 10, í viðskiptum upp á rúmlega 37 milljónir króna. Í hádeginu hafði staðan lagast örlítið og stóðu hlutabréf í félaginu í 7,41 sem nemur 12,4 prósent lækkun frá opnun markaða í dag, í viðskiptum upp á 250 milljónir.Fyrir tveimur árum var hver hlutur í Icelandair Group metinn á 38 krónur en virði hvers hlutar nú hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2012. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group segir að við þessum viðbrögðum hafi verið að búast eftir svo stóra tilkynningu í gær.„Það eru í sjálfu sér mjög eðlileg viðbrögð markaðarsins á meðan að menn ekki átta sig á eða sjá með hvað hætti verður brugðist við þessu. Að sjálfsögðu verður brugðist við þessu og að sjálfsögðu hefur sú vinna verið í gangi og heldur áfram þannig að við gerum ráð fyrir því að við siglum út úr þessu eins og öðru sem Icelandair hefur þurft að horfast í augu við í gegnum tíðina,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Björgólfur Jóhannsson sagðist starfi sínu lausu í gær.Fréttablaðið/GVAFundað með stærstu hluthöfunum Erfitt rekstarumhverfi beggja íslensku flugfélaganna hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur en Úlfar segir félagið búið að fara í gegnum mjög miklar breytingar að undanförnu.Við höfum verið að breyta félaginu í þá átt að setja allan kraft og fókus í flugreksturinn. Hótelfélagið er í sölumeðferð og síðan er náttúrulega allt annað til skoðunar en ekkert stórt í vændum þar.Úlfar segir að fundað sé með stærstu hluthöfum félagins og bætir því við að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.„Svona hlutir, það tekur bara tíma og rykið þarf að setjast. Svo fara menn að sjá að félagið sem slíkt er mjög fjárhagslega sterkt, með yfir 50 milljarða í eigið fé og sjóðsstöðu í lok júní einhvers staðar nærri 30 milljörðum að, þá sjá menn að félagið er í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi,“ segir Úlfar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Hlutabréf Icelandair hríðféllu við opnun markaða í morgun. Gengi í bréfum félagsins hefur ekki verið lægra síðan 2012. Stjórnarformaður félagsins segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, tilkynnti um uppsögn sína í gærkvöldi eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018.Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt, hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum og við því axli hann ábyrgð.Úlfur Steindórsson er stjórnarformaður Icelandair Group.Fréttablaðð/GVAEðlileg viðbrögð markaðarins að mati stjórnarformannsins Hlutabréfamarkaðurinn tóku tilkynningu félagins illa við opnun markaða í morgun en lækkun hlutabréfa nam rúmlega 20 prósentum um klukkan 10, í viðskiptum upp á rúmlega 37 milljónir króna. Í hádeginu hafði staðan lagast örlítið og stóðu hlutabréf í félaginu í 7,41 sem nemur 12,4 prósent lækkun frá opnun markaða í dag, í viðskiptum upp á 250 milljónir.Fyrir tveimur árum var hver hlutur í Icelandair Group metinn á 38 krónur en virði hvers hlutar nú hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2012. Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group segir að við þessum viðbrögðum hafi verið að búast eftir svo stóra tilkynningu í gær.„Það eru í sjálfu sér mjög eðlileg viðbrögð markaðarsins á meðan að menn ekki átta sig á eða sjá með hvað hætti verður brugðist við þessu. Að sjálfsögðu verður brugðist við þessu og að sjálfsögðu hefur sú vinna verið í gangi og heldur áfram þannig að við gerum ráð fyrir því að við siglum út úr þessu eins og öðru sem Icelandair hefur þurft að horfast í augu við í gegnum tíðina,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group.Björgólfur Jóhannsson sagðist starfi sínu lausu í gær.Fréttablaðið/GVAFundað með stærstu hluthöfunum Erfitt rekstarumhverfi beggja íslensku flugfélaganna hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur en Úlfar segir félagið búið að fara í gegnum mjög miklar breytingar að undanförnu.Við höfum verið að breyta félaginu í þá átt að setja allan kraft og fókus í flugreksturinn. Hótelfélagið er í sölumeðferð og síðan er náttúrulega allt annað til skoðunar en ekkert stórt í vændum þar.Úlfar segir að fundað sé með stærstu hluthöfum félagins og bætir því við að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem þessi.„Svona hlutir, það tekur bara tíma og rykið þarf að setjast. Svo fara menn að sjá að félagið sem slíkt er mjög fjárhagslega sterkt, með yfir 50 milljarða í eigið fé og sjóðsstöðu í lok júní einhvers staðar nærri 30 milljörðum að, þá sjá menn að félagið er í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi,“ segir Úlfar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38 Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06 Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Íslenskir flugrekendur juku koltvísýringslosun um rúm 13% Tölurnar ná ekki til Ameríkuflugs íslenskra félaga og ekki heldur til losunar vegna ferða erlendra félaga til og frá Íslandi. 28. ágúst 2018 11:38
Hlutabréf í Icelandair fallið um 20 prósent Hlutabréf í Icelandair hafa fallið skarpt það sem af er morgni. 28. ágúst 2018 10:06
Björgólfur hættur hjá Icelandair Það gerði hann eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018 nú í kvöld. 27. ágúst 2018 20:54